Skilur ekki af hverju Jon Stewart er „svona pirraður“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. júní 2019 21:08 Mitch McConnell og Jon Stewart. Vísir/Getty Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings segist ekki skilja af hverju Jon Stewart sé „svona pirraður“ út í hann. Stewart hefur baunað á McConnell vegna fjármögnunar heilsugæslusjóðs fyrir viðbragðsaðila í eftirköstum hryðjuverkaárásanna 11. september 2001. McConnell segir það engan vafa leika á því að sjóðurinn verði fullfjármagnaður. Stewart, sem best er þekktur fyrir miskunnarlaust háð sitt sem þáttastjórnandi the Daily Show á árum áður, hélt hjartnæma ræðu er hann kom fyrir þingnefnd í síðastu viku sem vakti gríðarlega athygli. Þar gagnrýndi hann þingmenn harðlega fyrir að draga lappirnar í því að samþykkja fjármögnun sjóðsins. Fjármagn sjóðsins rennur út á næsta ári og þarf bandaríska þingið að samþykkja frekari fjárveitingu svo sjóðurinn geti fjármagnað heilsugæslu fyrir þá sem veikst hafa alvarlega eftir að hafa komist í snertingu við eitraða blöndu ryks, ösku og braks við björgunar- eða hreinsunarstörf eftir að Tvíburaturnarnir í New York hrundi til grunna 11. september 2001Sjá einnig:Grátbólginn Jon Stewart las þingmönnum pistilinn"Your indifference cost these men and women their most valuable commodity: time." Jon Stewart receives a standing ovation from 9/11 first responders after slamming lawmakers for failing to fund programs providing healthcare to the first responders https://t.co/vSFOq11Wr5pic.twitter.com/BrAC3UfYMD — ABC News Politics (@ABCPolitics) June 11, 2019 Beindist reiði Stewart einkum að McConnell og sakaði Stewart leiðtoga repúblikana í öldungadeildinni um að hafa tafið málið fram á síðustu stundu er þingið samþykkti síðast að fjármagna sjóðinn, árið 2015. Í viðtölum í bandarískum fjölmiðlum eftir ræðuna varaði Stewart McConnell við að draga málið, en báðar deildir Bandaríkjaþings þurfa að samþykkja fjárveitinguna. Demókratar eru í meirihluta í fulltrúadeildinni, repúblikanar í öldungadeildinni.Í samtali við FOX í sagðist McConnellekki átta sig á því af hverju Stewart væri svona reiður út í sig og að eðlilegar skýringar væru á því af hverju málið tæki tíma.„Margt af því sem kemur frá þinginu gerist á lokametrinum. Við höfum aldrei skorast undan því að taka á málinu og það mun ekki gerast hér,“ sagði McConnell. „Ég skil ekki af hverju hann er svona pirraður. Við munum sjá um 9/11 sjóðinn.“Meðal þess sem Stewart gagnrýndi í eldræðu sinni var það sem hann sagði vera skort á áhuga þingmanna í garð þeirra sem þyrftu á sjóðnum að halda. Það sýndi sig í því að ekki hafi allir nefndarmenn mætt á fundinn þar sem málið var tekið fyrir og Stewart tók til máls. McConnell sagði af og frá að mæting á nefndarfundi gæfi vísbendingu um áhuga eða áhugaleysi þingmanna.„Það gerist mjög oft vegna þess að nefndarmenn eru með mörg járn í eldinum. Frá mínum bæjardyrum séð er eins og hann sé að reyna að vekja athygli á sér áður en hann fer í framboð,“ sagði McConnell og baunaði þar með til baka á Stewart. Bandaríkin Tengdar fréttir Grátbólginn Jon Stewart las þingmönnum pistilinn Bandaríski háðfuglinn Jon Stewart var ekki að grínast í gær þegar hann las þingmönnum pistilinn vegna áhugaleysis þeirra í garð þeirra viðbragsaðila sem veikst hafa alvarlega eftir að hafa komist í snertingu við eitraða blöndu ryks, ösku og braks við björgunar- eða hreinsunarstörf eftir að Tvíburaturnarnir í New York hrundi til grunna 11. september 2001. 12. júní 2019 14:20 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings segist ekki skilja af hverju Jon Stewart sé „svona pirraður“ út í hann. Stewart hefur baunað á McConnell vegna fjármögnunar heilsugæslusjóðs fyrir viðbragðsaðila í eftirköstum hryðjuverkaárásanna 11. september 2001. McConnell segir það engan vafa leika á því að sjóðurinn verði fullfjármagnaður. Stewart, sem best er þekktur fyrir miskunnarlaust háð sitt sem þáttastjórnandi the Daily Show á árum áður, hélt hjartnæma ræðu er hann kom fyrir þingnefnd í síðastu viku sem vakti gríðarlega athygli. Þar gagnrýndi hann þingmenn harðlega fyrir að draga lappirnar í því að samþykkja fjármögnun sjóðsins. Fjármagn sjóðsins rennur út á næsta ári og þarf bandaríska þingið að samþykkja frekari fjárveitingu svo sjóðurinn geti fjármagnað heilsugæslu fyrir þá sem veikst hafa alvarlega eftir að hafa komist í snertingu við eitraða blöndu ryks, ösku og braks við björgunar- eða hreinsunarstörf eftir að Tvíburaturnarnir í New York hrundi til grunna 11. september 2001Sjá einnig:Grátbólginn Jon Stewart las þingmönnum pistilinn"Your indifference cost these men and women their most valuable commodity: time." Jon Stewart receives a standing ovation from 9/11 first responders after slamming lawmakers for failing to fund programs providing healthcare to the first responders https://t.co/vSFOq11Wr5pic.twitter.com/BrAC3UfYMD — ABC News Politics (@ABCPolitics) June 11, 2019 Beindist reiði Stewart einkum að McConnell og sakaði Stewart leiðtoga repúblikana í öldungadeildinni um að hafa tafið málið fram á síðustu stundu er þingið samþykkti síðast að fjármagna sjóðinn, árið 2015. Í viðtölum í bandarískum fjölmiðlum eftir ræðuna varaði Stewart McConnell við að draga málið, en báðar deildir Bandaríkjaþings þurfa að samþykkja fjárveitinguna. Demókratar eru í meirihluta í fulltrúadeildinni, repúblikanar í öldungadeildinni.Í samtali við FOX í sagðist McConnellekki átta sig á því af hverju Stewart væri svona reiður út í sig og að eðlilegar skýringar væru á því af hverju málið tæki tíma.„Margt af því sem kemur frá þinginu gerist á lokametrinum. Við höfum aldrei skorast undan því að taka á málinu og það mun ekki gerast hér,“ sagði McConnell. „Ég skil ekki af hverju hann er svona pirraður. Við munum sjá um 9/11 sjóðinn.“Meðal þess sem Stewart gagnrýndi í eldræðu sinni var það sem hann sagði vera skort á áhuga þingmanna í garð þeirra sem þyrftu á sjóðnum að halda. Það sýndi sig í því að ekki hafi allir nefndarmenn mætt á fundinn þar sem málið var tekið fyrir og Stewart tók til máls. McConnell sagði af og frá að mæting á nefndarfundi gæfi vísbendingu um áhuga eða áhugaleysi þingmanna.„Það gerist mjög oft vegna þess að nefndarmenn eru með mörg járn í eldinum. Frá mínum bæjardyrum séð er eins og hann sé að reyna að vekja athygli á sér áður en hann fer í framboð,“ sagði McConnell og baunaði þar með til baka á Stewart.
Bandaríkin Tengdar fréttir Grátbólginn Jon Stewart las þingmönnum pistilinn Bandaríski háðfuglinn Jon Stewart var ekki að grínast í gær þegar hann las þingmönnum pistilinn vegna áhugaleysis þeirra í garð þeirra viðbragsaðila sem veikst hafa alvarlega eftir að hafa komist í snertingu við eitraða blöndu ryks, ösku og braks við björgunar- eða hreinsunarstörf eftir að Tvíburaturnarnir í New York hrundi til grunna 11. september 2001. 12. júní 2019 14:20 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Grátbólginn Jon Stewart las þingmönnum pistilinn Bandaríski háðfuglinn Jon Stewart var ekki að grínast í gær þegar hann las þingmönnum pistilinn vegna áhugaleysis þeirra í garð þeirra viðbragsaðila sem veikst hafa alvarlega eftir að hafa komist í snertingu við eitraða blöndu ryks, ösku og braks við björgunar- eða hreinsunarstörf eftir að Tvíburaturnarnir í New York hrundi til grunna 11. september 2001. 12. júní 2019 14:20