Erlent

Vísindakona fannst myrt í skotbyrgi nasista

Kjartan Kjartansson skrifar
Tilkynnt var um hvarf Eaton 2. júlí. Lík hennar fannst sex dögum síðar.
Tilkynnt var um hvarf Eaton 2. júlí. Lík hennar fannst sex dögum síðar. Vísir/AP

Lík bandarísks sameindalíffræðings sem hafði verið saknað í rúma viku fannst í skotbyrgi úr síðari heimsstyrjöldinni á grísku eyjunni Krít. Lögreglan segir að konan hafi kafnað og rannsakar dauða hennar sem glæp.

Ekkert hafði spurst til Suzanne Eaton, sameindalíffræðings frá Max Planck-stofnuninni í Þýskalandi, frá því að hún fór út að hlaupa 2. júlí. Eaton var á Krít vegna ráðstefnu.

Breska ríkisútvarpið BBC segir að lík Eaton, sem var 59 ára gömul hafi fundist í skotbyrgi sem nasistar grófu þegar þeir hernumu Krít í síðari heimsstyrjöldinni, um tíu kílómetrum frá þeim stað sem hún sást síðast. Tveir heimamenn gengu fram á lík hennar.

Rannsóknin beinist meðal annars að því hvort að Eaton hafi verið myrt í skotbyrginu eða hvort að lík hennar hafi verið flutt þangað eftir að hún var drepin. Eaton var gift og skilur eftir sig tvo syni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.