Enski boltinn

Fer frá West Brom til Barcelona

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Louie Barry með Barcelonabúninginn.
Louie Barry með Barcelonabúninginn. Mynd/Twitter/@FCBmasia

Louie Barry er genginn til liðs við knattspyrnuakademíu Barcelona, La Masia, en þessi sextán ára strákur hefur þegar vakið mikla athygli í heimalandinu.

Það eru ekki allir sem ná því að fara frá West Bromwich Albion til Barcelona í einu skrefi en það er augljóst að mörgum þykir mikið til þessa stráks koma.

Barcelona var ekki eina stórliðið sem hafði áhuga á honum því hann gat líka farið til franska félagsins Paris Saint Germain.Það má segja að hann hafi hafnað miklum peningum þegar hann valdi ekki Paris Saint Germain.

Samkvæmt frétt spænska blaðsins Mundo Deportivo þá bauð franska félagið faðir hans 2,7 milljón punda bónus ef hann kæmi til PSG.

Leikmenn mega ekki gera atvinnumannsamning fyrr en þeir eru sautján ára og Paris Saint Germain gat því ekki boðið Louie Barry sjálfum þessar 428 milljónir í íslenskum krónum.Louie Barry var búinn að ganga undir læknisskoðun í Frakklandi þegar hann hætti við og ákvað að fara frekar til Katalóníu. Fréttir herma að móðir hans hafi sannfært hann um að velja frekar Barcelona.

Louie Barry hefur verið í ensku unglingalandsliðunum og var með 4 mörk og 3 stoðsendingar með átján ára liði West Brom á síðustu leiktíð.

Hann byrjaði fyrst í unglingalandsliðum Íra en valdi svo England og hefur meðal annars skorað 6 mörk í 9 leikjum með sextán ára landsliði Englendinga.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.