Fótbolti

Bróðir Zidane látinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Zidane missti eldri bróður sinn.
Zidane missti eldri bróður sinn. vísir/getty

Zinedine Zidane, knattspyrnustjóri Real Madrid, fór heim úr æfingaferð félagsins í Kanada á föstudaginn vegna persónulegra ástæðna.

Real Madrid hefur nú greint frá því að bróðir Zidanes, Farid, sé látinn. Hann var 54 ára og hafði lengi glímt við veikindi.

Einnar mínútu þögn var á æfingu Real Madrid í Montreal í dag.


David Bettoni sér um þjálfun Real Madrid þar til Zidane snýr aftur til baka.

Real Madrid mætir Bayern München í fyrsta leik sínum á undirbúningstímabilinu á laugardaginn. Leikurinn fer fram í Houston í Bandaríkjunum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.