Fótbolti

Casillas fer í þjálfarateymi Porto

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Casillas er einn þeirra sem hefur hlotnast sá heiður að lyfta heimsmeistarabikarnum
Casillas er einn þeirra sem hefur hlotnast sá heiður að lyfta heimsmeistarabikarnum Vísir/Getty
Spænski markvörðurinn Iker Casillas verður hluti af þjálfarateymi portúgalska félagsins Porto á meðan hann heldur áfram endurhæfingu sinni eftir hjartaáfall.

Casillas, sem var um áraraðir einn besti markmaður heims, fékk hjartaáfall á æfingu með Porto í upphafi maímánaðar.

Hann er ekki kominn með grænt ljós frá læknum að byrja á nýju að æfa en hefur heldur ekki tilkynnt neitt um að hann sé hættur í fótbolta.

Í dag greindi Porto frá því að Casillas tæki við starfi hjá félaginu sem tryggir tengingu á milli leikmanna, þjálfara og stjórnenda.

„Stjórinn kom til mín í vor þegar þetta gerðist og hann sagði mér að hann vildi að ég yrði áfram hjá þeim, nálægt leikmönnunum og sérstaklega þeim yngri, því það yrði mikið af breytingum,“ sagði Casillas á heimasíðu félagsins.

„Ég mun gera mitt besta til þess að hjálpa liðsfélögum mínum.“

Casillas hefur unnið bæði HM og EM með Spánverjum, Meistaradeild Evrópu með Real Madrid og spilaði yfir 150 leiki fyrir Porto frá 2015.


Tengdar fréttir

Casillas segist ekki vera hættur

Iker Casillas er ekki hættur í fótbolta. Fréttir um það að hann ætli sér að leggja hanskana á hilluna eru rangar segir Spánverjinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×