Erlent

Fundu flugskeyti í fórum ítalskra hægriöfgamanna

Kjartan Kjartansson skrifar
Lögreglumenn með flugskeytinu sem þeir fundu í flugskýli nærri Pavia. Talið er að öfgamennirnir hafi ætlað að selja skeytið.
Lögreglumenn með flugskeytinu sem þeir fundu í flugskýli nærri Pavia. Talið er að öfgamennirnir hafi ætlað að selja skeytið. AP/ANSA

Lögreglan á Ítalíu lagði hald á flugskeyti og ýmis önnur háþróuð vopn við húsleit hjá hægriöfgasamtökum í nokkrum borgum í norðanverðu landinu í gær. Flugskeytið er sagt koma frá katarska hernum en rannsóknin beinist að þátttöku ítalskra öfgamanna í átökunum í Austur-Úkraínu.

Þrír voru handteknir og lagt var hald á áróður nýnasista í aðgerðum undir stjórn sérsveitar lögreglunnar í Tórínó, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Mikið magn sjálfvirkra vopna og skotfæra fannst einnig.

Flugskeytið sem fannst er talið af gerðinni Matra Super 530 F, framleitt í Frakklandi. Lögreglan segir að flugskeytið sé fullkomlega virkt og hafi verið notað af her Katars.

Rannsóknin hófst fyrir um ári. Hún beinist að ítölskum hægriöfgahópum sem hafa tekið þátt í uppreisn sem rússnesk stjórnvöld styðja í Donbass-héraði, að sögn AP-fréttastofunnar. Um tíu þúsund manns hafa fallið í átökum í Austur-Úkraínu frá því í apríl árið 2014.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.