Enski boltinn

Segja Trippier verða leikmann Atletico á næstu dögum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kieran Trippier
Kieran Trippier vísir/getty
Kieran Trippier verður leikmaður Atletico Madrid áður en vikan er úti samkvæmt heimildum Sky Sports.Viðræður á milli Tottenham og Atletico hafa gengið vel og nú hafa báðir aðilar trú á því að þeir geti náð samkomulagi fyrir helgi.Heimildarmaður Sky á Spáni vill þó setja smá varnagla á þessar fréttir því hann var ekki viss um að Diego Simeone vildi fá til sín leikmann sem ekki hefur góð tök á spænskri tungu.Tottenham hefur gefið út að Trippier sé falur fyrir rétt tilboð og hafa bæði Juventus og Napólí verið sögð áhugasöm um bakvörðinn. Þá er hann einnig sagður á óskalista Bayern München.Trippier er alinn upp í akademíu Manchester City, fór þaðan til Barnsley og Burnley en hefur verið hjá Tottenham síðan 2015. Hann var lykilmaður í vörn enska landsliðsins sem fór alla leið á HM í Rússlandi síðasta sumar.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.