Fótbolti

Ighalo tryggði Nígeríu bronsið og er nánast öruggur með markakóngstitilinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ighalo skorar eina mark leiksins gegn Túnis.
Ighalo skorar eina mark leiksins gegn Túnis. vísir/getty

Nígería vann Túnis, 0-1, í leiknum um bronsið í Afríkukeppninni í Egyptalandi í kvöld.

Odion Ighalo, fyrrverandi leikmaður Watford, skoraði eina mark leiksins á 3. mínútu.

Ighalo hefur skorað fimm mörk í Afríkukeppninni og er með tveggja marka forskot í baráttunni um markakóngstitilinn.

Túnisar voru mun meira með boltann í leiknum en áttu aðeins eitt skot á mark Nígeríumanna.

Þetta er í áttunda sinn sem Nígería vinnur til bronsverðlauna í Afríkukeppninni. Nígeríumenn hafa þrisvar sinnum unnið keppnina og fjórum sinnum endað í 2. sæti.

Afríkukeppninni lýkur með úrslitaleik Senegals og Alsírs á föstudaginn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.