Fótbolti

Ighalo tryggði Nígeríu bronsið og er nánast öruggur með markakóngstitilinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ighalo skorar eina mark leiksins gegn Túnis.
Ighalo skorar eina mark leiksins gegn Túnis. vísir/getty
Nígería vann Túnis, 0-1, í leiknum um bronsið í Afríkukeppninni í Egyptalandi í kvöld.

Odion Ighalo, fyrrverandi leikmaður Watford, skoraði eina mark leiksins á 3. mínútu.

Ighalo hefur skorað fimm mörk í Afríkukeppninni og er með tveggja marka forskot í baráttunni um markakóngstitilinn.

Túnisar voru mun meira með boltann í leiknum en áttu aðeins eitt skot á mark Nígeríumanna.

Þetta er í áttunda sinn sem Nígería vinnur til bronsverðlauna í Afríkukeppninni. Nígeríumenn hafa þrisvar sinnum unnið keppnina og fjórum sinnum endað í 2. sæti.

Afríkukeppninni lýkur með úrslitaleik Senegals og Alsírs á föstudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×