Innlent

Of snemmt að full­yrða um or­sök rútu­slyssins í Ör­æfum

Sylvía Hall skrifar
Rútan lenti á hliðinni utan vegar. Tveir um borð festust undir henni en voru losaðir með aðstoð heimamanna á næstu bæjum.
Rútan lenti á hliðinni utan vegar. Tveir um borð festust undir henni en voru losaðir með aðstoð heimamanna á næstu bæjum. Vísir/Jóhann K.
Of snemmt er að fullyrða um orsök rútuslyssins við Hof í Öræfum þann 16. maí síðastliðinn. Rannsókn er enn í gangi en þó á lokametrunum. Þetta segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við Vísi.Um var að ræða rútu með 32 kínverskum ferðamönnum innanborðs og slösuðust fjórir alvarlega. Rannsókn á rútunni gaf ekki tilefni til athugasemda og liggur fyrir að henni var ekki ekið umfarm leyfilegan hámarkshraða. Þá var ökumaðurinn ekki undir áhrifum áfengis eða vímuefna við aksturinn.Sjá einnig: Rútan á eðlilegum hraða og bílstjórinn allsgáðurÍ hádegisfréttum RÚV kom fram að líklegt þykir að um mannleg mistök hafi verið að ræða eða þá að sviptivindar hafi ollið því að rútan fór út af veginum. Að sögn Odds er enn of snemmt að fullyrða um slíkt á meðan rannsókn stendur enn yfir.Búist er við því að rannsókn ljúki í næsta mánuði þegar öll gögn hafa skilað sér. Nú sé beðið eftir vottorði um áverka þeirra sem slösuðust og gæti það tekið töluverðan tíma.


Tengdar fréttir

Rannsókn á rútuslysi við Hof miðar vel

Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir að rannsókn á rútuslysinu sem varð við Hof fyrr í mánuðinum sé í fullum gangi og að henni miði vel.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.