Innlent

345 metra farþegaskip í Reykjavík

Stefán Ó. Jónsson skrifar
RMS Queen Mary 2 á leið til hafnar í Reykjavík í morgun.
RMS Queen Mary 2 á leið til hafnar í Reykjavík í morgun. Vísir/vilhem
Farþegaskipið RMS Queen Mary 2 er í þann mund að leggjast að bryggju við Skarfabakka í Reykjavík. Skipið er það lengsta sem hingað hefur komið, rétt rúmir 345 metrar og 149 þúsund brúttótonn.

Queen Mary 2 er að mestu notað í reglulegar áætlunarsiglingar yfir Atlantshafið á milli heimahafnar sinnar í Southampton á Englandi og New York í Bandaríkjunum. Á leið sinni mun skipið leggjast að bryggju í Halifax, Corner Brook, Reykjavík og Liverpool en siglingin tekur alls 22 sólarhringa. Drottningin er flaggskip breska skipafélagsins Cunard en það lætur úr höfn frá Skarfabakka á morgun klukkan 14.

Skipið tekur 2691 farþega.Vísir/Vilhelm
Elísabet Englandsdrottning var fengin til að nefna skipið fyrir jómfrúarferð þess í upphafi árs 2004. Á þeim tíma var skipið það stærsta sinnar tegundar í heiminum en telst nú meðal þeirra 10 stærstu. Queen Mary 2 tekur 2691 farþega og á skipinu er 1292 manna áhöfn.

Í skipinu eru alls 15 veitingastaðir og barir, fimm sundlaugar, spilavíti, danssalur og kvikmyndahús. Þar er jafnframt að finna stjörnusal, sem var sá fyrsti sem nokkurn tímann var komið fyrir um borð í farþegaskipi sem þessu.

Hér að neðan má sjá myndband þar sem skyggnst er inn í skipið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×