Lífið

Krefjast þess að fá að halda A$AP Rocky lengur í gæsluvarðhaldi

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Rapparinn á góðri stundu.
Rapparinn á góðri stundu. Vísir/Getty

Sænskir saksóknarar hafa farið fram á að gæsluvarðhald yfir bandaríska rapparanum A$AP Rocky verði framlengt, en hann hefur verið í haldi í Stokkhólmi, höfuðborg Svíþjóðar, vegna gruns um líkamsárás síðan 3. júlí.

Rapparinn er sakaður um að hafa ráðist á mann þann 30. júní síðastliðinn ásamt tveimur öðrum mönnum. Þeir eru einnig í haldi vegna gruns um líkamsárás og hefur lögregla einnig krafist framlengingar á gæsluvarðhaldi yfir þeim.

Tvær vikur eru síðan saksóknarar fóru upphaflega fram á framlengt gæsluvarðhald yfir rapparanum, en nú vilja þeir halda honum til 25. júlí, en þá segja saksóknarar að unnt verði að ákæra rapparann. Úrskurðað verður um gæsluvarðhaldskröfuna í dag.

„Við höfum unnið ákaft að rannsókn málsins og þurfum meiri tíma, fram að næsta fimmtudegi, til þess að leggja lokahönd á bráðabirgðarannsókn málsins,“ hefur Mixmag eftir Daniel Suneson saksóknara.

Rocky var staddur í Stokkhólmi vegna tónleikahátiðar sem hann spilaði á, en hin meinta líkamsárás er sögð hafa átt sér stað eftir tónleika hans.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.