Enski boltinn

Philippe Coutinho gæti snúið aftur til Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Philippe Coutinho var frábær hjá Liverpool.
Philippe Coutinho var frábær hjá Liverpool. Getty/Jan Kruger
Brasilíumaðurinn Philippe Coutinho gæti endað aftur sem leikmaður Liverpool ef marka má sögusagnir í evrópskum fjölmiðlum.

Liverpool seldi Philippe Coutinho til Barcelona fyrir 142 milljónir punda fyrir einu og hálfu ári síðan en hann hefur ekki fundið sig nógu vel í herbúðum Barcelona.

Coutinho barðist fyrir draumafélagsskiptum sínum til Barcelona á sínum tíma og fór á endanum í janúarglugganum árið 2018.

Manchester United hefur sýnt Philippe Coutinho áhuga að undanförnu en hann hefur gefið það út að hann muni aldrei spila fyrir United af virðingu við Liverpool.





Le10Sport segir frá því að þetta sjónarmið Brasilíumannsins hafi aukið líkurnar á því að Liverpool opni dyrnar fyrir honum og endurheimti hann frá Spáni.

Coutinho hefur líka verið nefndur sem möguleg „skiptimynt“ fyrir landa sinn Neymar frá Paris Saint Germain en það fara reyndar tvennar sögur af því hvort Barcelona vilji fá Neymar aftur eða ekki.

Liverpool hefur samt lifað góðu lífi án Coutinho en þrátt fyrir ágæta byrjun þá hefur Philippe Coutinho ekki náð að stimpla sig inn hjá Börsungum.

Liverpool hefur síðan komist í úrslitaleik Meistaradeildarinnar bæði árin og varð Evrópumeistari í vor eftir að hafa slegið út Philippe Coutinho og félaga í undanúrslitunum.

Philippe Coutinho er enn bara 27 ára gamall og ætti því að eiga sín bestu ár í boltanum eftir.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×