Innlent

Blikur á lofti í veðrinu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Víða um land er von á rigningu um miðja vikuna.
Víða um land er von á rigningu um miðja vikuna. veðurstofa íslands

Það eru blikur á lofti í veðrinu seinni partinn á morgun, eins og það er orðað í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Þá mun þykkna upp suðvestan til og er spáð rigningu seint annað kvöld.

Á miðvikudag er síðan spáð rigningu víða um land en norðaustan til á hann að haldast þurr. Hitatölur fara heldur lækkandi.

Í dag stefnir hins vegar í frekar norðlæga átt og léttir til á Suður- og Vesturlandi. Hitinn verður víða 10 til 15 stig. Um landið austanvert er útlit fyrir smáskúrir og þá verður frekar svalt norðaustan til eða hiti á bilinu 4 til 9 stig.

„Í kvöld bætir í norðvestanátt á NA-horninu með rigningu við ströndina. Á morgun dregur hægt og rólega úr bæði vindi og úrkomu þar, en áfram frekar svalt í veðri. Annars staðar er útlit fyrir léttskýjað veður á morgun og hlýnar víða þar sem hiti fer jafnvel í 19 stig um landið S-vert,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur á landinu:

Norðlæg átt 3-8 m/s með morgninum. Léttir til á SV- og V-landi, en smáskúrir A-til fram eftir degi. Norðvestan 8-15 á NA-horninu í kvöld og rigning við ströndina. Hiti 5 til 15 stig að deginum, svalast á NA-landi.

Dregur smám saman úr vindi og úrkomu NA-til á morgun, annars breytileg átt 3-8 og að mestu bjart. Þykknar upp SV-lands síðdegis með rigningu annað kvöld. Hiti 10 til 19 stig, hlýjast S- og V-lands.

Á þriðjudag:
Norðan 3-8 m/s og bjart með köflum, en norðvestan 8-13 NA-til á landinu og rigning við ströndina. Hiti 10 til 18 stig, en 5 til 10 NA-lands. Suðaustan 5-10 og rigning á SV-landi seint um kvöldið.

Á miðvikudag:
Suðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og rigning um V-vert landið, en þurrt NA- og A-til. Hiti yfirleitt 10 til 15 stig.

Á fimmtudag:
Breytileg átt og víða skúrir. Hiti 6 til 15 stig, mildast syðst. Norðan 5-13 m/s um kvöldið, með rigningu á A-verðu landinu.

Á föstudag:
Minnkandi norðanátt, skýjað og úrkomulítið, en léttir til S- og V-lands þegar líður á daginn. Hiti 7 til 16 stig, hlýjast SV-til.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.