Messi hefur valdið sjálfum sér vonbrigðum á Copa America Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2019 14:00 Lionel Messi. Getty/ Bruna Prado Lionel Messi, fyrirliði argentínska landsliðsins, er þessa dagana að elta langþráðan titil með argentínska landsliðinu, en hefur samt ekki verið allt of sannfærandi á Copa America. Hann viðurkennir það meira að segja sjálfur í viðtölum við fjölmiðla. Argentínska landsliðið hefur spilað fjóra leiki í Suðurameríkukeppninni í Brasilíu en sigrar í tveimur síðustu leikjum hafa nægt liðinu til að komast í undanúrslit keppninnar. Liðið fékk aðeins eitt stig í fyrstu tveimur leikjunum en rétt skreið inn í átta liða úrslitin með sigri í síðasta leik. Messi er bara með eitt mark í þessum fjórum leikjum og hefur enn ekki náð því að leggja upp mark fyrir félaga sína í liðinu. Þetta eru frekar óvenjulegar tölur hjá þessum magnaða leikmanni.Lionel Messi: "The truth is that it's not been my best Copa America, not what I expected." pic.twitter.com/HraIWG8mO6 — Goal (@goal) June 29, 2019„Þetta er ekki mín besta Copa America. Ég er ekki að spila eins vel og ég vonaðist eftir,“ sagði Lionel Messi eftir sigurinn á Venesúela í átta liða úrslitunum. „Það mikilvægasta er að við unnum leikinn,“ sagði Lionel Messi en þeir Lautaro Martinez og Giovani Lo Celso skoruðu mörk liðsins í 2-0 sigri. Eina mark Messi á mótinu kom í 1-1 jafnteflisleik á móti Paragvæ og markið skoraði hann úr vítaspyrnu. Sigur Argentínumanna þýðir að liðið tryggði sér undanúrslitaleik á móti heimamönnum í Brasilíu. Argentínskir blaðamenn hafa líka verið vonsviknir þegar kemur að frammistöðu besta leikmanns liðsins.Lionel Messi makes Copa America admission ahead of blockbuster semi-final with Brazilhttps://t.co/LfoHhwskR4pic.twitter.com/FCYOvyGnRx — Mirror Football (@MirrorFootball) June 30, 2019„Framlag Messi inn á vellinum er lífsnauðsynlegt fyrir liðið. Ef þið gætuð síðan séð hvað hann gefur mikið af sér í búningsklefanum þá myndu þið örugglega sjá þetta öðruvísi. Ég fullvissa ykkur um að það er frábært að hafa hann hérna,“ sagði Lionel Scaloni, þjálfari Argentínu. „Það er eina sem hægt er að segja um Leo er að hann er besti knattspyrnumaður heims,“ bætti Scaloni við. Lionel Messi hefur alls skorað 68 mörk og gefið 43 stoðsendingar í 134 leikjum fyrir argentínska landsliðið. Hann er langmarkahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi og er jafnframt í þriðja sætið yfir þá leikjahæstu á eftir Javier Mascherano (147 leikir) og Javier Zanetti (143). Fótbolti Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Fleiri fréttir „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Sjá meira
Lionel Messi, fyrirliði argentínska landsliðsins, er þessa dagana að elta langþráðan titil með argentínska landsliðinu, en hefur samt ekki verið allt of sannfærandi á Copa America. Hann viðurkennir það meira að segja sjálfur í viðtölum við fjölmiðla. Argentínska landsliðið hefur spilað fjóra leiki í Suðurameríkukeppninni í Brasilíu en sigrar í tveimur síðustu leikjum hafa nægt liðinu til að komast í undanúrslit keppninnar. Liðið fékk aðeins eitt stig í fyrstu tveimur leikjunum en rétt skreið inn í átta liða úrslitin með sigri í síðasta leik. Messi er bara með eitt mark í þessum fjórum leikjum og hefur enn ekki náð því að leggja upp mark fyrir félaga sína í liðinu. Þetta eru frekar óvenjulegar tölur hjá þessum magnaða leikmanni.Lionel Messi: "The truth is that it's not been my best Copa America, not what I expected." pic.twitter.com/HraIWG8mO6 — Goal (@goal) June 29, 2019„Þetta er ekki mín besta Copa America. Ég er ekki að spila eins vel og ég vonaðist eftir,“ sagði Lionel Messi eftir sigurinn á Venesúela í átta liða úrslitunum. „Það mikilvægasta er að við unnum leikinn,“ sagði Lionel Messi en þeir Lautaro Martinez og Giovani Lo Celso skoruðu mörk liðsins í 2-0 sigri. Eina mark Messi á mótinu kom í 1-1 jafnteflisleik á móti Paragvæ og markið skoraði hann úr vítaspyrnu. Sigur Argentínumanna þýðir að liðið tryggði sér undanúrslitaleik á móti heimamönnum í Brasilíu. Argentínskir blaðamenn hafa líka verið vonsviknir þegar kemur að frammistöðu besta leikmanns liðsins.Lionel Messi makes Copa America admission ahead of blockbuster semi-final with Brazilhttps://t.co/LfoHhwskR4pic.twitter.com/FCYOvyGnRx — Mirror Football (@MirrorFootball) June 30, 2019„Framlag Messi inn á vellinum er lífsnauðsynlegt fyrir liðið. Ef þið gætuð síðan séð hvað hann gefur mikið af sér í búningsklefanum þá myndu þið örugglega sjá þetta öðruvísi. Ég fullvissa ykkur um að það er frábært að hafa hann hérna,“ sagði Lionel Scaloni, þjálfari Argentínu. „Það er eina sem hægt er að segja um Leo er að hann er besti knattspyrnumaður heims,“ bætti Scaloni við. Lionel Messi hefur alls skorað 68 mörk og gefið 43 stoðsendingar í 134 leikjum fyrir argentínska landsliðið. Hann er langmarkahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi og er jafnframt í þriðja sætið yfir þá leikjahæstu á eftir Javier Mascherano (147 leikir) og Javier Zanetti (143).
Fótbolti Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Fleiri fréttir „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Sjá meira