Messi hefur valdið sjálfum sér vonbrigðum á Copa America Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2019 14:00 Lionel Messi. Getty/ Bruna Prado Lionel Messi, fyrirliði argentínska landsliðsins, er þessa dagana að elta langþráðan titil með argentínska landsliðinu, en hefur samt ekki verið allt of sannfærandi á Copa America. Hann viðurkennir það meira að segja sjálfur í viðtölum við fjölmiðla. Argentínska landsliðið hefur spilað fjóra leiki í Suðurameríkukeppninni í Brasilíu en sigrar í tveimur síðustu leikjum hafa nægt liðinu til að komast í undanúrslit keppninnar. Liðið fékk aðeins eitt stig í fyrstu tveimur leikjunum en rétt skreið inn í átta liða úrslitin með sigri í síðasta leik. Messi er bara með eitt mark í þessum fjórum leikjum og hefur enn ekki náð því að leggja upp mark fyrir félaga sína í liðinu. Þetta eru frekar óvenjulegar tölur hjá þessum magnaða leikmanni.Lionel Messi: "The truth is that it's not been my best Copa America, not what I expected." pic.twitter.com/HraIWG8mO6 — Goal (@goal) June 29, 2019„Þetta er ekki mín besta Copa America. Ég er ekki að spila eins vel og ég vonaðist eftir,“ sagði Lionel Messi eftir sigurinn á Venesúela í átta liða úrslitunum. „Það mikilvægasta er að við unnum leikinn,“ sagði Lionel Messi en þeir Lautaro Martinez og Giovani Lo Celso skoruðu mörk liðsins í 2-0 sigri. Eina mark Messi á mótinu kom í 1-1 jafnteflisleik á móti Paragvæ og markið skoraði hann úr vítaspyrnu. Sigur Argentínumanna þýðir að liðið tryggði sér undanúrslitaleik á móti heimamönnum í Brasilíu. Argentínskir blaðamenn hafa líka verið vonsviknir þegar kemur að frammistöðu besta leikmanns liðsins.Lionel Messi makes Copa America admission ahead of blockbuster semi-final with Brazilhttps://t.co/LfoHhwskR4pic.twitter.com/FCYOvyGnRx — Mirror Football (@MirrorFootball) June 30, 2019„Framlag Messi inn á vellinum er lífsnauðsynlegt fyrir liðið. Ef þið gætuð síðan séð hvað hann gefur mikið af sér í búningsklefanum þá myndu þið örugglega sjá þetta öðruvísi. Ég fullvissa ykkur um að það er frábært að hafa hann hérna,“ sagði Lionel Scaloni, þjálfari Argentínu. „Það er eina sem hægt er að segja um Leo er að hann er besti knattspyrnumaður heims,“ bætti Scaloni við. Lionel Messi hefur alls skorað 68 mörk og gefið 43 stoðsendingar í 134 leikjum fyrir argentínska landsliðið. Hann er langmarkahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi og er jafnframt í þriðja sætið yfir þá leikjahæstu á eftir Javier Mascherano (147 leikir) og Javier Zanetti (143). Fótbolti Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira
Lionel Messi, fyrirliði argentínska landsliðsins, er þessa dagana að elta langþráðan titil með argentínska landsliðinu, en hefur samt ekki verið allt of sannfærandi á Copa America. Hann viðurkennir það meira að segja sjálfur í viðtölum við fjölmiðla. Argentínska landsliðið hefur spilað fjóra leiki í Suðurameríkukeppninni í Brasilíu en sigrar í tveimur síðustu leikjum hafa nægt liðinu til að komast í undanúrslit keppninnar. Liðið fékk aðeins eitt stig í fyrstu tveimur leikjunum en rétt skreið inn í átta liða úrslitin með sigri í síðasta leik. Messi er bara með eitt mark í þessum fjórum leikjum og hefur enn ekki náð því að leggja upp mark fyrir félaga sína í liðinu. Þetta eru frekar óvenjulegar tölur hjá þessum magnaða leikmanni.Lionel Messi: "The truth is that it's not been my best Copa America, not what I expected." pic.twitter.com/HraIWG8mO6 — Goal (@goal) June 29, 2019„Þetta er ekki mín besta Copa America. Ég er ekki að spila eins vel og ég vonaðist eftir,“ sagði Lionel Messi eftir sigurinn á Venesúela í átta liða úrslitunum. „Það mikilvægasta er að við unnum leikinn,“ sagði Lionel Messi en þeir Lautaro Martinez og Giovani Lo Celso skoruðu mörk liðsins í 2-0 sigri. Eina mark Messi á mótinu kom í 1-1 jafnteflisleik á móti Paragvæ og markið skoraði hann úr vítaspyrnu. Sigur Argentínumanna þýðir að liðið tryggði sér undanúrslitaleik á móti heimamönnum í Brasilíu. Argentínskir blaðamenn hafa líka verið vonsviknir þegar kemur að frammistöðu besta leikmanns liðsins.Lionel Messi makes Copa America admission ahead of blockbuster semi-final with Brazilhttps://t.co/LfoHhwskR4pic.twitter.com/FCYOvyGnRx — Mirror Football (@MirrorFootball) June 30, 2019„Framlag Messi inn á vellinum er lífsnauðsynlegt fyrir liðið. Ef þið gætuð síðan séð hvað hann gefur mikið af sér í búningsklefanum þá myndu þið örugglega sjá þetta öðruvísi. Ég fullvissa ykkur um að það er frábært að hafa hann hérna,“ sagði Lionel Scaloni, þjálfari Argentínu. „Það er eina sem hægt er að segja um Leo er að hann er besti knattspyrnumaður heims,“ bætti Scaloni við. Lionel Messi hefur alls skorað 68 mörk og gefið 43 stoðsendingar í 134 leikjum fyrir argentínska landsliðið. Hann er langmarkahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi og er jafnframt í þriðja sætið yfir þá leikjahæstu á eftir Javier Mascherano (147 leikir) og Javier Zanetti (143).
Fótbolti Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira