Messi hefur valdið sjálfum sér vonbrigðum á Copa America Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2019 14:00 Lionel Messi. Getty/ Bruna Prado Lionel Messi, fyrirliði argentínska landsliðsins, er þessa dagana að elta langþráðan titil með argentínska landsliðinu, en hefur samt ekki verið allt of sannfærandi á Copa America. Hann viðurkennir það meira að segja sjálfur í viðtölum við fjölmiðla. Argentínska landsliðið hefur spilað fjóra leiki í Suðurameríkukeppninni í Brasilíu en sigrar í tveimur síðustu leikjum hafa nægt liðinu til að komast í undanúrslit keppninnar. Liðið fékk aðeins eitt stig í fyrstu tveimur leikjunum en rétt skreið inn í átta liða úrslitin með sigri í síðasta leik. Messi er bara með eitt mark í þessum fjórum leikjum og hefur enn ekki náð því að leggja upp mark fyrir félaga sína í liðinu. Þetta eru frekar óvenjulegar tölur hjá þessum magnaða leikmanni.Lionel Messi: "The truth is that it's not been my best Copa America, not what I expected." pic.twitter.com/HraIWG8mO6 — Goal (@goal) June 29, 2019„Þetta er ekki mín besta Copa America. Ég er ekki að spila eins vel og ég vonaðist eftir,“ sagði Lionel Messi eftir sigurinn á Venesúela í átta liða úrslitunum. „Það mikilvægasta er að við unnum leikinn,“ sagði Lionel Messi en þeir Lautaro Martinez og Giovani Lo Celso skoruðu mörk liðsins í 2-0 sigri. Eina mark Messi á mótinu kom í 1-1 jafnteflisleik á móti Paragvæ og markið skoraði hann úr vítaspyrnu. Sigur Argentínumanna þýðir að liðið tryggði sér undanúrslitaleik á móti heimamönnum í Brasilíu. Argentínskir blaðamenn hafa líka verið vonsviknir þegar kemur að frammistöðu besta leikmanns liðsins.Lionel Messi makes Copa America admission ahead of blockbuster semi-final with Brazilhttps://t.co/LfoHhwskR4pic.twitter.com/FCYOvyGnRx — Mirror Football (@MirrorFootball) June 30, 2019„Framlag Messi inn á vellinum er lífsnauðsynlegt fyrir liðið. Ef þið gætuð síðan séð hvað hann gefur mikið af sér í búningsklefanum þá myndu þið örugglega sjá þetta öðruvísi. Ég fullvissa ykkur um að það er frábært að hafa hann hérna,“ sagði Lionel Scaloni, þjálfari Argentínu. „Það er eina sem hægt er að segja um Leo er að hann er besti knattspyrnumaður heims,“ bætti Scaloni við. Lionel Messi hefur alls skorað 68 mörk og gefið 43 stoðsendingar í 134 leikjum fyrir argentínska landsliðið. Hann er langmarkahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi og er jafnframt í þriðja sætið yfir þá leikjahæstu á eftir Javier Mascherano (147 leikir) og Javier Zanetti (143). Fótbolti Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Sjá meira
Lionel Messi, fyrirliði argentínska landsliðsins, er þessa dagana að elta langþráðan titil með argentínska landsliðinu, en hefur samt ekki verið allt of sannfærandi á Copa America. Hann viðurkennir það meira að segja sjálfur í viðtölum við fjölmiðla. Argentínska landsliðið hefur spilað fjóra leiki í Suðurameríkukeppninni í Brasilíu en sigrar í tveimur síðustu leikjum hafa nægt liðinu til að komast í undanúrslit keppninnar. Liðið fékk aðeins eitt stig í fyrstu tveimur leikjunum en rétt skreið inn í átta liða úrslitin með sigri í síðasta leik. Messi er bara með eitt mark í þessum fjórum leikjum og hefur enn ekki náð því að leggja upp mark fyrir félaga sína í liðinu. Þetta eru frekar óvenjulegar tölur hjá þessum magnaða leikmanni.Lionel Messi: "The truth is that it's not been my best Copa America, not what I expected." pic.twitter.com/HraIWG8mO6 — Goal (@goal) June 29, 2019„Þetta er ekki mín besta Copa America. Ég er ekki að spila eins vel og ég vonaðist eftir,“ sagði Lionel Messi eftir sigurinn á Venesúela í átta liða úrslitunum. „Það mikilvægasta er að við unnum leikinn,“ sagði Lionel Messi en þeir Lautaro Martinez og Giovani Lo Celso skoruðu mörk liðsins í 2-0 sigri. Eina mark Messi á mótinu kom í 1-1 jafnteflisleik á móti Paragvæ og markið skoraði hann úr vítaspyrnu. Sigur Argentínumanna þýðir að liðið tryggði sér undanúrslitaleik á móti heimamönnum í Brasilíu. Argentínskir blaðamenn hafa líka verið vonsviknir þegar kemur að frammistöðu besta leikmanns liðsins.Lionel Messi makes Copa America admission ahead of blockbuster semi-final with Brazilhttps://t.co/LfoHhwskR4pic.twitter.com/FCYOvyGnRx — Mirror Football (@MirrorFootball) June 30, 2019„Framlag Messi inn á vellinum er lífsnauðsynlegt fyrir liðið. Ef þið gætuð síðan séð hvað hann gefur mikið af sér í búningsklefanum þá myndu þið örugglega sjá þetta öðruvísi. Ég fullvissa ykkur um að það er frábært að hafa hann hérna,“ sagði Lionel Scaloni, þjálfari Argentínu. „Það er eina sem hægt er að segja um Leo er að hann er besti knattspyrnumaður heims,“ bætti Scaloni við. Lionel Messi hefur alls skorað 68 mörk og gefið 43 stoðsendingar í 134 leikjum fyrir argentínska landsliðið. Hann er langmarkahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi og er jafnframt í þriðja sætið yfir þá leikjahæstu á eftir Javier Mascherano (147 leikir) og Javier Zanetti (143).
Fótbolti Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Sjá meira