Innlent

Fjarlægðu tölvubúnað af heimili dæmds barnaníðings á Akureyri

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lögreglan á Akureyri nýtur aðstoðar kollega að sunnan við rannsókn málsins.
Lögreglan á Akureyri nýtur aðstoðar kollega að sunnan við rannsókn málsins. Vísir/Vilhelm
Lögreglan á Akureyri réðst í húsleit á Akureyri þann 13. júní síðastliðinn á heimili karlmanns á fimmtugsaldri sem hlaut árið 2013 átján mánaða dóm fyrir að brjóta á tólf ára stúlku. Ráðist var í húsleitina að undangengnum úrskurði frá Héraðsdómi Norðurlands eystra en grunur lék á að karlmaðurinn hefði brotið á 210. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um dreifingu á klámi.

Karlmaðurinn var handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem hann var yfirheyrður um hið meinta sakarefni. Hann neitar sök og var látinn laus að skýrslutöku lokinni. Rannsókn lögreglu mun vera á frumstigi.

Lögreglan á Norðurlandi eystra naut aðstoðar tölvurannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til að tryggja möguleg rafræn gögn. Hald var lagt á tölvubúnað á heimili mannsins og stendur rannsókn á tölvubúnaðnum og rafrænum gögnum yfir.

Karlmaðurinn var árið 2013 dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að brjóta á tólf ára gamalli stúlku sem var dóttir vinafólks hans. Hann sagðist ekki hafa verið meðvitaður um aldur stúlkunnar, talið hana sextán til sautján ára gamla. Stúlkan hafði glímt við verulega erfiðleika í æsku og meðal annars lent í grimmu einelti.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×