Erlent

Óttuðust sarínárás á Facebook

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Ekkert sarín.
Ekkert sarín. Nordicphotos/AFP

Skrifstofur Facebook í hinum svokallaða Kísildal Bandaríkjanna voru rýmdar sem og fjögur önnur nærliggjandi hús eftir að sjálfvirkir skynjarar í póstrými fyrirtækisins sýndu að snefilmagn af saríngasi væru utan á sendingu sem barst fyrirtækinu. Saríngas er öflugt taugaeitur sem hefur verið notað í efnavopnaárásum.

Áhyggjurnar reyndust óþarfar að lokum og sagði slökkviliðsstjórinn Jon Johnston við Reuters að ítarlegar prufur á svæðinu hafi leitt í ljós að ekkert sarín væri þar að finna. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem ástand sem þetta myndast, en sama skrifstofuhúsnæði var rýmt í desember vegna sprengjuhótunar.

„Til þess að gæta fyllstu varúðar rýmdum við næstu fjórar byggingar og hófum ítarlega rannsókn í samstarfi við yfirvöld á svæðinu. Yfirvöld hafa staðfest neikvæðar niðurstöður og hafa húsin verið opnuð á ný. Verklagsreglur okkar reyndust góðar til þess að takmarka hættu og tryggja öryggi starfsfólks,“ sagði upplýsingafulltrúi hjá samfélagsmiðlarisanum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.