Stal í þrjú ár af skjólstæðingum sínum á velferðarsviði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. júlí 2019 13:01 Konan stal peningum af ellefu skjólstæðingum velferðarsviðs Ísafjarðarbæjar. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Starfsmaður á velferðarsviði Ísafjarðarbæjar, kona á fimmtugsaldri, hefur verið dæmd í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt í opinberu starfi og peningaþvætti.Dómur féll í málinu þann 27. júní en brot konunnar áttu sér stað á rúmlega þriggja ára tímabili frá 2015 til 2018. Var hún dæmd til að greiða Ísafjarðarbæ skaðabætur upp á rúmlega 1,5 milljónir króna með dráttarvöxtum frá því í febrúar. Konan var sakfelld fyrir að hafa dregið sér samtals 1,3 milljón króna með 211 færslum af ellefu bankareikningum skjólstæðinga. Hún framkvæmdi fjárdráttinn með millifærslum af reikningunum og með úttektum með debetkorti af reikningunum. Millifærslurnar námu allt frá nokkrum þúsundköllum upp í áttatíu þúsund krónur. Starfsmaðurinn játaði sök í ákærunni sem sneri að fjárdrætti en neitaði sök hvað varðaði peningaþvætti. Dómurinn sakfelldi hana í báðum ákæruliðum. Ísafjarðarbær hafði áður endurgreitt skjólstæðingum konunnar peningana með vöxtum en upp komst um brot konunnar við innra eftirlit bæjarsins um mitt ár í fyrra. Konunni var sagt upp störfum um leið og málið kom upp. „Frá okkar bæjardyrum séð var aldrei neinn vafi á að grípa til tafarlausra aðgerða og kæra málið fyrir hönd okkar þjónustuþega til lögreglu. Brotin áttu sér stað á löngu tímabili og þetta eru þannig fjárhæðir að málið er litið grafalvarlegum augum,“ sagði Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar í samtali við Fréttablaðið í febrúar. „Við hefðum viljað sjá málið koma upp fyrr og það er sá spegill sem við settum á okkur í kjölfarið, að fara þá oftar í innra eftirlit. Við breyttum líka ferlunum til að vakta þetta með reglulegra millibili. Fyrir hönd Ísafjarðarbæjar þá getum við verið stolt af því að vita að innra eftirlitið virkar. Viðbrögðin voru líka eins og maður hefði viljað sjá við mál af þessu tagi.“ Dómsmál Félagsmál Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Rannsaka fjárdrátt á Ísafirði Lögreglan á Vestfjörðum rannsakar meintan fjárdrátt starfsmanns velferðarsviðs Ísafjarðarbæjar. Talið er að starfsmaðurinn hafi dregið sér nokkrar milljónir af reikningum skjólstæðinga bæjarins. 20. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Fleiri fréttir Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Sjá meira
Starfsmaður á velferðarsviði Ísafjarðarbæjar, kona á fimmtugsaldri, hefur verið dæmd í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt í opinberu starfi og peningaþvætti.Dómur féll í málinu þann 27. júní en brot konunnar áttu sér stað á rúmlega þriggja ára tímabili frá 2015 til 2018. Var hún dæmd til að greiða Ísafjarðarbæ skaðabætur upp á rúmlega 1,5 milljónir króna með dráttarvöxtum frá því í febrúar. Konan var sakfelld fyrir að hafa dregið sér samtals 1,3 milljón króna með 211 færslum af ellefu bankareikningum skjólstæðinga. Hún framkvæmdi fjárdráttinn með millifærslum af reikningunum og með úttektum með debetkorti af reikningunum. Millifærslurnar námu allt frá nokkrum þúsundköllum upp í áttatíu þúsund krónur. Starfsmaðurinn játaði sök í ákærunni sem sneri að fjárdrætti en neitaði sök hvað varðaði peningaþvætti. Dómurinn sakfelldi hana í báðum ákæruliðum. Ísafjarðarbær hafði áður endurgreitt skjólstæðingum konunnar peningana með vöxtum en upp komst um brot konunnar við innra eftirlit bæjarsins um mitt ár í fyrra. Konunni var sagt upp störfum um leið og málið kom upp. „Frá okkar bæjardyrum séð var aldrei neinn vafi á að grípa til tafarlausra aðgerða og kæra málið fyrir hönd okkar þjónustuþega til lögreglu. Brotin áttu sér stað á löngu tímabili og þetta eru þannig fjárhæðir að málið er litið grafalvarlegum augum,“ sagði Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar í samtali við Fréttablaðið í febrúar. „Við hefðum viljað sjá málið koma upp fyrr og það er sá spegill sem við settum á okkur í kjölfarið, að fara þá oftar í innra eftirlit. Við breyttum líka ferlunum til að vakta þetta með reglulegra millibili. Fyrir hönd Ísafjarðarbæjar þá getum við verið stolt af því að vita að innra eftirlitið virkar. Viðbrögðin voru líka eins og maður hefði viljað sjá við mál af þessu tagi.“
Dómsmál Félagsmál Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Rannsaka fjárdrátt á Ísafirði Lögreglan á Vestfjörðum rannsakar meintan fjárdrátt starfsmanns velferðarsviðs Ísafjarðarbæjar. Talið er að starfsmaðurinn hafi dregið sér nokkrar milljónir af reikningum skjólstæðinga bæjarins. 20. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Fleiri fréttir Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Sjá meira
Rannsaka fjárdrátt á Ísafirði Lögreglan á Vestfjörðum rannsakar meintan fjárdrátt starfsmanns velferðarsviðs Ísafjarðarbæjar. Talið er að starfsmaðurinn hafi dregið sér nokkrar milljónir af reikningum skjólstæðinga bæjarins. 20. febrúar 2019 06:00