Rannsaka fjárdrátt á Ísafirði Ari Brynjólfsson skrifar 20. febrúar 2019 06:00 Lögreglan á Vestfjörðum rannsakar nú meintan fjárdrátt starfsmanns velferðarsviðs Ísafjarðarbæjar. Meint brot áttu sér stað á þriggja ára tímabili og komust upp við innra eftirlit bæjarins um mitt ár í fyrra. Upphæðirnar hlaupa á nokkrum milljónum króna. Lögreglan á Vestfjörðum rannsakar nú meintan fjárdrátt starfsmanns velferðarsviðs Ísafjarðarbæjar. Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri á Ísafirði, segir málið litið grafalvarlegum augum. Meint brot áttu sér stað á þriggja ára tímabili og komust upp við innra eftirlit bæjarins um mitt ár í fyrra. Upphæðirnar hlaupa á nokkrum milljónum króna. Talið er að starfsmaðurinn hafi dregið sér fé af reikningum skjólstæðinga velferðarsviðs, reikningum sem viðkomandi hafði aðgang að í gegnum störf sín fyrir sveitarfélagið. Guðmundur segir að búið sé að bæta þessu fólki tjónið og það sé nú í höndum bæjarins að sækja bætur. Rannsóknin mun vera vel á veg komin. Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, staðfesti við Fréttablaðið að lögreglan væri með fjárdráttarmál til rannsóknar sem sneri að starfsmanni velferðarsviðs bæjarins. Aðeins einn aðili væri til rannsóknar og að meint brot hafi átt sér stað á árunum 2015 til 2018. Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Ísafjarðarbæjar, vildi ekki ræða málið þegar eftir því var leitað. Guðmundur segir að bæjaryfirvöld hafi gripið til aðgerða um leið og málið komst upp. Starfsmanninum var vikið úr starfi og málið kært til lögreglu fyrir hönd skjólstæðinganna, en um er ræða viðkvæman hóp sem þarf á þjónustu sveitarfélagsins að halda. „Frá okkar bæjardyrum séð var aldrei neinn vafi á að grípa til tafarlausra aðgerða og kæra málið fyrir hönd okkar þjónustuþega til lögreglu. Brotin áttu sér stað á löngu tímabili og þetta eru þannig fjárhæðir að málið er litið grafalvarlegum augum,“ segir Guðmundur. Málið komst upp við innra eftirlit bæjarins og segir Guðmundur að málið hafi orðið til þess að breytingar voru gerðar á verkferlum. „Við hefðum viljað sjá málið koma upp fyrr og það er sá spegill sem við settum á okkur í kjölfarið, að fara þá oftar í innra eftirlit. Við breyttum líka ferlunum til að vakta þetta með reglulegra millibili. Fyrir hönd Ísafjarðarbæjar þá getum við verið stolt af því að vita að innra eftirlitið virkar. Viðbrögðin voru líka eins og maður hefði viljað sjá við mál af þessu tagi.“ Birtist í Fréttablaðinu Ísafjarðarbær Lögreglumál Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Niceair aflýsir jómfrúarfluginu „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Sjá meira
Lögreglan á Vestfjörðum rannsakar nú meintan fjárdrátt starfsmanns velferðarsviðs Ísafjarðarbæjar. Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri á Ísafirði, segir málið litið grafalvarlegum augum. Meint brot áttu sér stað á þriggja ára tímabili og komust upp við innra eftirlit bæjarins um mitt ár í fyrra. Upphæðirnar hlaupa á nokkrum milljónum króna. Talið er að starfsmaðurinn hafi dregið sér fé af reikningum skjólstæðinga velferðarsviðs, reikningum sem viðkomandi hafði aðgang að í gegnum störf sín fyrir sveitarfélagið. Guðmundur segir að búið sé að bæta þessu fólki tjónið og það sé nú í höndum bæjarins að sækja bætur. Rannsóknin mun vera vel á veg komin. Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, staðfesti við Fréttablaðið að lögreglan væri með fjárdráttarmál til rannsóknar sem sneri að starfsmanni velferðarsviðs bæjarins. Aðeins einn aðili væri til rannsóknar og að meint brot hafi átt sér stað á árunum 2015 til 2018. Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Ísafjarðarbæjar, vildi ekki ræða málið þegar eftir því var leitað. Guðmundur segir að bæjaryfirvöld hafi gripið til aðgerða um leið og málið komst upp. Starfsmanninum var vikið úr starfi og málið kært til lögreglu fyrir hönd skjólstæðinganna, en um er ræða viðkvæman hóp sem þarf á þjónustu sveitarfélagsins að halda. „Frá okkar bæjardyrum séð var aldrei neinn vafi á að grípa til tafarlausra aðgerða og kæra málið fyrir hönd okkar þjónustuþega til lögreglu. Brotin áttu sér stað á löngu tímabili og þetta eru þannig fjárhæðir að málið er litið grafalvarlegum augum,“ segir Guðmundur. Málið komst upp við innra eftirlit bæjarins og segir Guðmundur að málið hafi orðið til þess að breytingar voru gerðar á verkferlum. „Við hefðum viljað sjá málið koma upp fyrr og það er sá spegill sem við settum á okkur í kjölfarið, að fara þá oftar í innra eftirlit. Við breyttum líka ferlunum til að vakta þetta með reglulegra millibili. Fyrir hönd Ísafjarðarbæjar þá getum við verið stolt af því að vita að innra eftirlitið virkar. Viðbrögðin voru líka eins og maður hefði viljað sjá við mál af þessu tagi.“
Birtist í Fréttablaðinu Ísafjarðarbær Lögreglumál Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Niceair aflýsir jómfrúarfluginu „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Sjá meira