Innlent

Fyrrum ráðherra talinn hæfastur

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Ragnheiður Elín Árnadóttir fyrrverandi iðnaðarráðherra.
Ragnheiður Elín Árnadóttir fyrrverandi iðnaðarráðherra. Fréttablaðið/Ernir

Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, fyrr­ver­andi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, er metin hæfust umsækjenda um starf verk­efna­stjóra Evr­ópsku kvik­mynda­verðlaun­anna (EFA).

Alls sóttu 45 um starfið. Tveir voru boðaðir í lokaviðtöl; Ragnheiður Elín og Grímur Atlason sem stýrði Iceland Airwaves um árabil.

Í umsögn stjórnar EFA segir að Ragnheiður uppfylli mjög vel hlutlægar og huglægar hæfniskröfur starfsins og sé talin hafa staðið öðrum umsækjendum framar á heildina litið.

Evr­ópsku kvik­mynda­verðlaun­in (EFA) verða veitt í Hörpu í des­em­ber 2020.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.