Innlent

Breyta á aðkomu að Bessastöðum

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Bæta á aðkomu og bílastæði við Bessastaði.
Bæta á aðkomu og bílastæði við Bessastaði. Fréttablaðið/GVA

Breytingar á deiliskipulagi Bessastaða eru í farvatninu með það að markmiði að bæta öryggi og aðgengi ferðamanna og annarra gesta Bessastaða.

Gert er ráð fyrir breytingum á aðkomu og bílastæðum fyrir framan forsetasetrið. Bílastæði fyrir 110 bíla verði á túni norðan við núverandi heimreið og fjær forsetasetrinu, en stæði fyrir hópferðabíla með fram heimreið að norðanverðu. Öryggishlið færist til.

Málið var rætt á fundi skipulagsnefndar Garðabæjar í gær og verður tillögunni vísað til auglýsingar í samræmi við ákvæði skipulagslaga.

Umsagna verður aflað frá Minjastofnun, Vegagerðinni og veitu­stofnunum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.