Innlent

Breyta á aðkomu að Bessastöðum

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Bæta á aðkomu og bílastæði við Bessastaði.
Bæta á aðkomu og bílastæði við Bessastaði. Fréttablaðið/GVA
Breytingar á deiliskipulagi Bessastaða eru í farvatninu með það að markmiði að bæta öryggi og aðgengi ferðamanna og annarra gesta Bessastaða.

Gert er ráð fyrir breytingum á aðkomu og bílastæðum fyrir framan forsetasetrið. Bílastæði fyrir 110 bíla verði á túni norðan við núverandi heimreið og fjær forsetasetrinu, en stæði fyrir hópferðabíla með fram heimreið að norðanverðu. Öryggishlið færist til.

Málið var rætt á fundi skipulagsnefndar Garðabæjar í gær og verður tillögunni vísað til auglýsingar í samræmi við ákvæði skipulagslaga.

Umsagna verður aflað frá Minjastofnun, Vegagerðinni og veitu­stofnunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×