Erlent

Erdogan skiptir út seðlabankastjóranum

Andri Eysteinsson skrifar
Murat Cetinkaya, fráfarandi seðlabankastjóri Tyrklands.
Murat Cetinkaya, fráfarandi seðlabankastjóri Tyrklands. Getty/Bloomberg
Forseti Tyrklands, Receep Tayyip Erdogan, hefur ákveðið að breytinga sé þörf innan seðlabanka landsins og hefur vikið Seðlabankastjóranum Murat Cetinkaya úr starfi og skipað nafna hans Murat Uysal í stöðuna. AP greinir frá.

Vald forseta til þess að ráða þessum málum hefur nýlega verið veitt forsetanum en þangað til í sumar hefði hann þurft samþykki ríkisstjórnarinnar.

Fráfarandi bankastjóri, Cetinkaya, hefur verið gagnrýndur í heimalandinu fyrir að hafa ekki gert meira þegar að gengi tyrknesku lírunnar hríðféll á meðan að Tyrkir stóðu í deilum við Bandaríkjamenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×