Fótbolti

Rak þjálfarann og sagði svo sjálfur upp

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aguirre þarf að finna sér nýtt starf.
Aguirre þarf að finna sér nýtt starf. vísir/getty
Javier Aguirre var rekinn úr starfi landsliðsþjálfara Egyptalands eftir tapið óvænta fyrir Suður-Afríku, 0-1, í 16-liða úrslitum Afríkumótsins í gær.

Egyptar voru á heimavelli og miklar væntingar voru gerðar til Mohameds Salah og félaga.

Egyptaland vann alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni án þess að fá á sig mark. Egypska liðið náði sér hins vegar ekki á strik gegn því suður-afríska í gær og tapaði, 0-1. Thembinkosi Lorch skoraði eina mark leiksins á 85. mínútu.

Forseti egypska knattspyrnusambandsins, Hany Abo Rida, rak Aguirre eftir leikinn og sagði svo sjálfur starfi sínu lausu.

Aguirre tók við egypska liðinu af Héctor Cúper eftir HM 2018 en entist ekki lengi í starfi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×