Fótbolti

Hornið hans Rúnars réði úrslitum í Meistaradeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rúnar Már Sigurjónsson.
Rúnar Már Sigurjónsson. EPA/ENNIO LEANZA

Rúnar Már Sigurjónsson og félagar í Astana unnu 1-0 sigur á rúmenska liðinu CFR Cluj í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð í forkeppni Meistaradeildarinnar.

Leikurinn fór fram á heimavelli Astana liðsins í Kasakstan. Seinni leikurinn er í Rúmeníu og sigurvegarinn mætir Maccabi Tel-Aviv frá Ísrael í næstu umferð.

Rúnar Már Sigurjónsson spilaði allan leikinn á miðju Astana en hann kom til liðsins frá svissneska félaginu Grasshopper á Þjóðhátíðardaginn 17. júní síðastliðinn.

Astana hafði heppnina með sér í fyrri hálfleiknum þegar Billel Omrani brenndi af algjöru dauðafæri fyrir CFR Cluj. Sigurmark Astana kom síðan á 68. mínútu leiksins.

Miðvörðurinn Yevgeny Postnikov skoraði eina markið en það kom eftir að horn Rúnars Más skapaði mikinn usla í vörn Rúmenanna.

Astana er á toppnum í deildinni í Kasakstan og CFR Cluj vann rúmenska meistaratitilinn á síðustu leiktíð.

Það var mikilvægt fyrir Astana að halda hreinu á heimavelli en eitt mark er samt lítið forskot fyrir seinni leikinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.