Fótbolti

Heimir og lærisveinar í erfiðri stöðu eftir fyrri leikinn gegn meisturunum í Finnlandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Heimir Guðjónsson er þjálfari HB.
Heimir Guðjónsson er þjálfari HB. vísir/ernir
Heimir Guðjónsson og lærisveinar í HB eru í erfiðri stöðu eftir fyrri leikinn gegn finnsku meisturunum í HJK í forkeppni Meistardeildar Evrópu.

Liðin mættust í Finnlandi í kvöld og eftir 21 mínútu kom vængmaðurinn Lassi Lappalainen Finnunum yfir.

Tíu mínútum síðar lét hins vegar varnarmaður HJK, Faith Friday Obilor, reka sig útaf eftir að hafa fengið tvö gul spjöld og vatn á myllu HB.

Færeyingarnir urðu þó fyrir áfalli skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks er Daniel O'Shaughnessy tvöfaldaði forystuna.

Einvígið kláraðist næstum því á 66. mínútu er Lassi Lappalainen skoraði annað mark sitt og þriðja mark HB en lokatölur 3-0 sigur Finnana. Verk að vinna fyrir lærisveina Heimis í síðari leiknum.

Brynjar Hlöðversson spilaði síðustu átta mínúturnar hjá HB en liðin mætast á nýjan leik í Færeyjum eftir nákvæmlega viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×