Erlent

Stjórnarskrárbrot að blokka fólk á Twitter

Kjartan Kjartansson skrifar
Helsti vettvangur Trump er Twitter. Hann hefur blokkað fólk sem honum líkar ekki við þar.
Helsti vettvangur Trump er Twitter. Hann hefur blokkað fólk sem honum líkar ekki við þar. Vísir/EPA
Donald Trump Bandaríkjaforseta braut gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna þegar hann blokkaði einstaklinga á Twitter-síðu sinni sem honum mislíkar við.

Alríkisáfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu að tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar meinaði Trump að takmarka aðgang fólks að Twitter-síðu hans sem tugir milljóna manna fylgja eftir. Staðfesti dómurinn úrskurð neðra dómstigs. Trump tók til baka bann á nokkra einstaklinga eftir hann.

Samfélagsmiðillinn Twitter hefur verið helsta tjáningarform Trump bæði áður og eftir að hann varð forseti. Þar hefur hann meðal annars tilkynnt um aðgerðir og áætlanir, stundum án þess að hafa ráðfært sig við eigin ríkisstjórn áður.

Dómararnir töldu að Twitter-reikningur forsetans væri í raun opinber vettvangur embættisins og færslur hans þar væru opinberar yfirlýsingar. Því væri honum ekki stætt á að banna fólki að taka þátt í annars opnum umræðum á netinu aðeins vegna þess að hann væri ósammála skoðunum þess.

Lögmenn ríkisstjórnarinnar segjast nú íhuga næstu skref í málinu, að sögn Reuters-fréttastofunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×