Vigdís ætlar með eineltismálið fyrir dómstóla Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. júní 2019 19:00 Eineltis-og áreitnisteymi Ráðhússins hefur óskað eftir því að sérfræðingar rannsaki hvort Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins hafi beitt skrifstofustjóra í Ráðhúsinu einelti. Þetta er í fyrsta skipti sem slík rannsókn er fyrirhuguð. Vigdís vísar ásökunum á bug og ætlar að leita til dómstóla. Vigdís Hauksdóttir vakti athygli á því á Facebook í morgun að bráðabirgðaverkferill hefði verið virkjaður vegna kvartana starfsfólk borgarinnar vegna framgöngu kjörinna fulltrúa sem samþykktur var í maí. Fram kemur að Helga Björg Ragnarsdóttir skrifstofustjóri á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara saki Vigdísi um einelti og er óskað eftir því að Vigdís taki þátt í rannsókn um hvort það hafi átt sér stað. Vigdís hafnar ásökununum og ferlinu. „Ég fer ekki niður á sama plan og þetta fólk. Ég tek ekki þátt í þessari vinnu.“ Sviðsstjóri mannauðs- og starfsmannaumhverfsissviðs borgarinnar segir erfitt að meta hvað verði gert hafni Vigdís að taka þátt í ferlinu. „Við bíðum eftir formlegu svari frá Vigdísi, ef hún hafnar að taka þátt í ferlinu þá er erfitt að könnun fari fram nema báðir aðilar taki þátt í könnuninni. Við þurfum að skoða hverju Vigdís svarar.“ Reykjavíkurborg var á síðasta ári dæmd til að greiða starfsmanni miskabætur vegna framkomu Helgu Bjargar Ragnarsdóttur í hans garð. Vigdís telur að meðal annars sé hægt að rekja ásakanir Helgu nú á hendur sér til þess. „Upplifun mín er sú að þessi kona er að elta mig sem kjörinn fulltrúa. Ég rek minn eigin fjölmiðil sem er Facebok, sem ég er með á tveimur stöðum, like-síða og mín prívat síða, þar þurfti ég í allt fyrrasumar og í fyrrahaust að verjast ásökunum og árásum embættismanna hér úr Ráðhúsinu. Ég fæ mér lögmann eftir helgi og svara því með fullum krafti þar sem málið á heima, það er fyrir dómstólum landsins.“ Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Meint einelti Vigdísar í ráðhúsinu rannsakað Vigdís Hauksdóttir segist undir hæl rannsóknarréttar ráðhússins. 20. júní 2019 08:31 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fleiri fréttir Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Sjá meira
Eineltis-og áreitnisteymi Ráðhússins hefur óskað eftir því að sérfræðingar rannsaki hvort Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins hafi beitt skrifstofustjóra í Ráðhúsinu einelti. Þetta er í fyrsta skipti sem slík rannsókn er fyrirhuguð. Vigdís vísar ásökunum á bug og ætlar að leita til dómstóla. Vigdís Hauksdóttir vakti athygli á því á Facebook í morgun að bráðabirgðaverkferill hefði verið virkjaður vegna kvartana starfsfólk borgarinnar vegna framgöngu kjörinna fulltrúa sem samþykktur var í maí. Fram kemur að Helga Björg Ragnarsdóttir skrifstofustjóri á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara saki Vigdísi um einelti og er óskað eftir því að Vigdís taki þátt í rannsókn um hvort það hafi átt sér stað. Vigdís hafnar ásökununum og ferlinu. „Ég fer ekki niður á sama plan og þetta fólk. Ég tek ekki þátt í þessari vinnu.“ Sviðsstjóri mannauðs- og starfsmannaumhverfsissviðs borgarinnar segir erfitt að meta hvað verði gert hafni Vigdís að taka þátt í ferlinu. „Við bíðum eftir formlegu svari frá Vigdísi, ef hún hafnar að taka þátt í ferlinu þá er erfitt að könnun fari fram nema báðir aðilar taki þátt í könnuninni. Við þurfum að skoða hverju Vigdís svarar.“ Reykjavíkurborg var á síðasta ári dæmd til að greiða starfsmanni miskabætur vegna framkomu Helgu Bjargar Ragnarsdóttur í hans garð. Vigdís telur að meðal annars sé hægt að rekja ásakanir Helgu nú á hendur sér til þess. „Upplifun mín er sú að þessi kona er að elta mig sem kjörinn fulltrúa. Ég rek minn eigin fjölmiðil sem er Facebok, sem ég er með á tveimur stöðum, like-síða og mín prívat síða, þar þurfti ég í allt fyrrasumar og í fyrrahaust að verjast ásökunum og árásum embættismanna hér úr Ráðhúsinu. Ég fæ mér lögmann eftir helgi og svara því með fullum krafti þar sem málið á heima, það er fyrir dómstólum landsins.“
Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Meint einelti Vigdísar í ráðhúsinu rannsakað Vigdís Hauksdóttir segist undir hæl rannsóknarréttar ráðhússins. 20. júní 2019 08:31 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fleiri fréttir Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Sjá meira
Meint einelti Vigdísar í ráðhúsinu rannsakað Vigdís Hauksdóttir segist undir hæl rannsóknarréttar ráðhússins. 20. júní 2019 08:31