Vigdís ætlar með eineltismálið fyrir dómstóla Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. júní 2019 19:00 Eineltis-og áreitnisteymi Ráðhússins hefur óskað eftir því að sérfræðingar rannsaki hvort Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins hafi beitt skrifstofustjóra í Ráðhúsinu einelti. Þetta er í fyrsta skipti sem slík rannsókn er fyrirhuguð. Vigdís vísar ásökunum á bug og ætlar að leita til dómstóla. Vigdís Hauksdóttir vakti athygli á því á Facebook í morgun að bráðabirgðaverkferill hefði verið virkjaður vegna kvartana starfsfólk borgarinnar vegna framgöngu kjörinna fulltrúa sem samþykktur var í maí. Fram kemur að Helga Björg Ragnarsdóttir skrifstofustjóri á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara saki Vigdísi um einelti og er óskað eftir því að Vigdís taki þátt í rannsókn um hvort það hafi átt sér stað. Vigdís hafnar ásökununum og ferlinu. „Ég fer ekki niður á sama plan og þetta fólk. Ég tek ekki þátt í þessari vinnu.“ Sviðsstjóri mannauðs- og starfsmannaumhverfsissviðs borgarinnar segir erfitt að meta hvað verði gert hafni Vigdís að taka þátt í ferlinu. „Við bíðum eftir formlegu svari frá Vigdísi, ef hún hafnar að taka þátt í ferlinu þá er erfitt að könnun fari fram nema báðir aðilar taki þátt í könnuninni. Við þurfum að skoða hverju Vigdís svarar.“ Reykjavíkurborg var á síðasta ári dæmd til að greiða starfsmanni miskabætur vegna framkomu Helgu Bjargar Ragnarsdóttur í hans garð. Vigdís telur að meðal annars sé hægt að rekja ásakanir Helgu nú á hendur sér til þess. „Upplifun mín er sú að þessi kona er að elta mig sem kjörinn fulltrúa. Ég rek minn eigin fjölmiðil sem er Facebok, sem ég er með á tveimur stöðum, like-síða og mín prívat síða, þar þurfti ég í allt fyrrasumar og í fyrrahaust að verjast ásökunum og árásum embættismanna hér úr Ráðhúsinu. Ég fæ mér lögmann eftir helgi og svara því með fullum krafti þar sem málið á heima, það er fyrir dómstólum landsins.“ Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Meint einelti Vigdísar í ráðhúsinu rannsakað Vigdís Hauksdóttir segist undir hæl rannsóknarréttar ráðhússins. 20. júní 2019 08:31 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Sjá meira
Eineltis-og áreitnisteymi Ráðhússins hefur óskað eftir því að sérfræðingar rannsaki hvort Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins hafi beitt skrifstofustjóra í Ráðhúsinu einelti. Þetta er í fyrsta skipti sem slík rannsókn er fyrirhuguð. Vigdís vísar ásökunum á bug og ætlar að leita til dómstóla. Vigdís Hauksdóttir vakti athygli á því á Facebook í morgun að bráðabirgðaverkferill hefði verið virkjaður vegna kvartana starfsfólk borgarinnar vegna framgöngu kjörinna fulltrúa sem samþykktur var í maí. Fram kemur að Helga Björg Ragnarsdóttir skrifstofustjóri á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara saki Vigdísi um einelti og er óskað eftir því að Vigdís taki þátt í rannsókn um hvort það hafi átt sér stað. Vigdís hafnar ásökununum og ferlinu. „Ég fer ekki niður á sama plan og þetta fólk. Ég tek ekki þátt í þessari vinnu.“ Sviðsstjóri mannauðs- og starfsmannaumhverfsissviðs borgarinnar segir erfitt að meta hvað verði gert hafni Vigdís að taka þátt í ferlinu. „Við bíðum eftir formlegu svari frá Vigdísi, ef hún hafnar að taka þátt í ferlinu þá er erfitt að könnun fari fram nema báðir aðilar taki þátt í könnuninni. Við þurfum að skoða hverju Vigdís svarar.“ Reykjavíkurborg var á síðasta ári dæmd til að greiða starfsmanni miskabætur vegna framkomu Helgu Bjargar Ragnarsdóttur í hans garð. Vigdís telur að meðal annars sé hægt að rekja ásakanir Helgu nú á hendur sér til þess. „Upplifun mín er sú að þessi kona er að elta mig sem kjörinn fulltrúa. Ég rek minn eigin fjölmiðil sem er Facebok, sem ég er með á tveimur stöðum, like-síða og mín prívat síða, þar þurfti ég í allt fyrrasumar og í fyrrahaust að verjast ásökunum og árásum embættismanna hér úr Ráðhúsinu. Ég fæ mér lögmann eftir helgi og svara því með fullum krafti þar sem málið á heima, það er fyrir dómstólum landsins.“
Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Meint einelti Vigdísar í ráðhúsinu rannsakað Vigdís Hauksdóttir segist undir hæl rannsóknarréttar ráðhússins. 20. júní 2019 08:31 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Sjá meira
Meint einelti Vigdísar í ráðhúsinu rannsakað Vigdís Hauksdóttir segist undir hæl rannsóknarréttar ráðhússins. 20. júní 2019 08:31