Fótbolti

Svona líta 16-liða úrslitin á HM kvenna út

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bandarísku heimsmeistararnir mæta Spáni í 16-liða úrslitum HM í Frakklandi.
Bandarísku heimsmeistararnir mæta Spáni í 16-liða úrslitum HM í Frakklandi. vísir/getty

Ljóst er hvaða lið mætast í 16-liða úrslitunum á HM kvenna í Frakklandi. Riðlakeppninni lauk í dag þar sem Kamerún tryggði sér farseðilinn í 16-liða úrslit á dramatískan hátt en Síle sat eftir með sárt ennið.

Heimsmeistarar Bandaríkjanna, sem unnu alla leiki sína í F-riðli með markatölunni 18-0, mæta Spáni í 16-liða úrslitunum. Evrópumeistarar Hollands etja kappi við Japan, silfurliðið frá HM 2015.

Ensku ljónynjurnar, sem unnu alla sína leiki í riðlakeppninni, mæta Kamerún sem er í 16-liða úrslitum á öðru heimsmeistaramótinu í röð. Heimalið Frakklands mætir Brasilíu og María Þórisdóttir og stöllur hennar í norska liðinu mæta því ástralska.

Sextán liða úrslitin hefjast á laugardaginn með tveimur leikjum. Klukkan 15:30 mætast Þýskaland og Nígería og klukkan 19:00 er komið að leik Noregs og Ástralíu.

Sextán liða úrslit á HM í Frakklandi (að íslenskum tíma):

22. júní
Kl. 15:30 Þýskaland - Nígería
Kl. 19:00 Noregur - Ástralía

23. júní
15:30 England - Kamerún
19:00 Frakkland - Brasilía

24. júní
16:00 Spánn - Bandaríkin
19:00 Svíþjóð - Kanada

25. júní
16:00 Ítalía - Kína
19:00 Holland - Japan


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.