Kamerún í 16-liða úrslit eftir sigurmark á síðustu stundu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Nchout skorar sigurmarkið.
Nchout skorar sigurmarkið. vísir/getty

Ajara Nchout tryggði Kamerún sæti í 16-liða úrslitum heimsmeistaramóts kvenna þegar hún skoraði sigurmark liðsins gegn Nýja-Sjálandi með síðustu spyrnu leiks liðanna í Montpellier í dag. Lokatölur 2-1, Kamerún í vil.


Bæði lið voru án stiga fyrir leikinn en ljóst var að sigurvegarinn myndi tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum.

Staðan var markalaus í hálfleik en á 57. mínútu kom Nchout Kamerún yfir.

Þegar tíu mínútur voru til leiksloka skoraði Aurelle Awona afar klaufalegt sjálfsmark og svo virtist sem það myndi koma í veg fyrir að kamerúnska liðið færi í 16-liða úrslit.

En þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Nchout sigurmark Kamerún eftir frábæran sprett. Nokkrum andartökum síðar var flautað til leiksloka.

Kamerún komst einnig í 16-liða úrslit á HM í Kanada fyrir fjórum árum.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.