Erlent

Yfirmaður eþíópíska hersins myrtur

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Frá Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu.
Frá Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu. Getty/Sean Gallup
Yfirmaður eþíópíska hersins, Seare Mekonnen, hefur verið skotinn til bana í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu. BBC greinir frá því að hann hafi verið að reyna að koma í veg fyrir valdarán í Amhara-héraði í norðurhluta Eþíópíu.

Fréttir herma að héraðstjóri héraðsins hafi einnig verið skotinn, ásamt öðrum embættismanni. Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu, ávarpaði eþíópísku þjóðina eftir hinna meintu valdaránstilraun en töluverð átök hafa átt sér stað í Amhara-héraði undanfarin ár.

Í frétt BBC segir að litlar upplýsingar hafi fengist um valdaránstilraunina þar sem netið í Eþíópíu hefur legið niðri í dágóðan tíma. Abiy sagði hins vegar í ávarpi sínu að málaliðar hefði skotið yfirmann hersins til bana, en kollegar héraðstjórans í Amhara-héraði hafi verið að verki er hann var skotinn til bana. Fregnir hafa borist af miklum skotbardögum í Bahir Dar, höfuðborg Amhara-héraðs.

Abiyy hefur frá því að hann var kjörinn forseti reynt að lægja ófriðaröldur í Eþíópíu með því aflétta banni á stjórnmálaflokkum og sleppa pólitískum föngum úr fangelsi. Þá hefur hann falið saksóknurum að sækja embættismenn sem sakaðir er um um að mannréttindabrot til saka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×