Ólafur: Á eftir í öllum aðgerðum Guðlaugur Valgeirsson skrifar 23. júní 2019 21:44 Ólafur er ekki viss hvort FH bæti við sig liðsstyrk þegar félagaskiptaglugginn opnar í byrjun júlí. vísir/bára Ólafur Kristjánsson þjálfari FH var svekktur með tap sinna manna gegn KR í kvöld en eftir tapið sitja hans menn í 7. sæti aðeins fjórum stigum frá fallsæti. Hann sagði að slakur fyrri hálfleikur hefði gert þeim erfitt fyrir. „Slakur fyrri hálfleikur, við vorum heppnir að vera einungis 1-0 undir í hálfleik. Við erum á eftir í öllum aðgerðum og KR-ingarnir miklu ákveðnari. Svo í seinni hálfleiknum sýndum við aðeins meira lífsmark og komum til baka en nýtum ekki góð færi sem við fáum. Síðan þegar við lendum í 2-0 undir reynum við að klóra í bakkann en aftur svolítið sama sagan, við þurfum mörg færi til að skora. Okkur tókst ekki að spila nógu vel gegn KR hér í dag til að vinna þá.“ Davíð Þór Viðarsson hefur oft verið frábær í leikjum eins og þessum en hann byrjaði á bekknum í dag, Óli sagði það einfaldlega vegna þess að hann hafi verið að glíma við meiðsli í hnénu og leikformið því ekki upp á það besta. „Davíð hefur verið að glíma við vandamál í hnénu í vor og sumar og því miður er hann kannski ekki 90 mínútna maður og þess vegna byrjar hann á bekknum, en það er rétt að hann kom inn á og sýndi leiðtogahæfilega í síðari hálfleiknum.“ FH-ingar eru í erfiðum málum í deildinni en eru þó ennþá í bikarnum og eiga þar leik í 8-liða úrslitum gegn Grindavík næstkomandi fimmtudag. Óli sagði að það væri klárt mál að hans menn myndu gefa allt í það verkefni. „Við þurfum að klára leikinn á fimmtudaginn, það er alveg ljóst og það er rétt hjá þér að gengið í deildinni hefur verið vonbrigði. Við höfum ekki safnað nógu mörgum stigum þar og við þurfum að takast á við það allir sem einn og gott að fá bikarleik næst.” Óli vildi ekki játa því hvort liðið myndi sækja sér styrkingu þegar leikmannaglugginn opnar 1. júlí. „Erfitt að segja núna svona rétt eftir leik en bæði þurfa þeir sem voru að spila núna og þeir sem eru fyrir utan liðið að gera betur en svo munum við sjá hvort við kíkjum hvað er í boði.“ Óli sagði að lokum að hann væri ánægður með innkomu Daða Freys Arnarsonar í markið en hann hefur verið flottur þessa tvo leiki sem hann hefur spilað. „Daði er búinn að spila þessa tvo leiki helvíti vel og það er mjög blóðugt fyrir ungan markmann að þurfa hirða boltann úr netinu tvisvar og geta lítið við því gert, sagði Óli að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: FH - KR 1-2 | KR-ingar aftur á toppinn eftir sigur í Krikanum KR gerði góða ferð í Hafnarfjörðinn og vann FH, 1-2. Með sigrinum komust KR-ingar á topp Pepsi Max-deildar karla. 23. júní 2019 22:00 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Sjá meira
Ólafur Kristjánsson þjálfari FH var svekktur með tap sinna manna gegn KR í kvöld en eftir tapið sitja hans menn í 7. sæti aðeins fjórum stigum frá fallsæti. Hann sagði að slakur fyrri hálfleikur hefði gert þeim erfitt fyrir. „Slakur fyrri hálfleikur, við vorum heppnir að vera einungis 1-0 undir í hálfleik. Við erum á eftir í öllum aðgerðum og KR-ingarnir miklu ákveðnari. Svo í seinni hálfleiknum sýndum við aðeins meira lífsmark og komum til baka en nýtum ekki góð færi sem við fáum. Síðan þegar við lendum í 2-0 undir reynum við að klóra í bakkann en aftur svolítið sama sagan, við þurfum mörg færi til að skora. Okkur tókst ekki að spila nógu vel gegn KR hér í dag til að vinna þá.“ Davíð Þór Viðarsson hefur oft verið frábær í leikjum eins og þessum en hann byrjaði á bekknum í dag, Óli sagði það einfaldlega vegna þess að hann hafi verið að glíma við meiðsli í hnénu og leikformið því ekki upp á það besta. „Davíð hefur verið að glíma við vandamál í hnénu í vor og sumar og því miður er hann kannski ekki 90 mínútna maður og þess vegna byrjar hann á bekknum, en það er rétt að hann kom inn á og sýndi leiðtogahæfilega í síðari hálfleiknum.“ FH-ingar eru í erfiðum málum í deildinni en eru þó ennþá í bikarnum og eiga þar leik í 8-liða úrslitum gegn Grindavík næstkomandi fimmtudag. Óli sagði að það væri klárt mál að hans menn myndu gefa allt í það verkefni. „Við þurfum að klára leikinn á fimmtudaginn, það er alveg ljóst og það er rétt hjá þér að gengið í deildinni hefur verið vonbrigði. Við höfum ekki safnað nógu mörgum stigum þar og við þurfum að takast á við það allir sem einn og gott að fá bikarleik næst.” Óli vildi ekki játa því hvort liðið myndi sækja sér styrkingu þegar leikmannaglugginn opnar 1. júlí. „Erfitt að segja núna svona rétt eftir leik en bæði þurfa þeir sem voru að spila núna og þeir sem eru fyrir utan liðið að gera betur en svo munum við sjá hvort við kíkjum hvað er í boði.“ Óli sagði að lokum að hann væri ánægður með innkomu Daða Freys Arnarsonar í markið en hann hefur verið flottur þessa tvo leiki sem hann hefur spilað. „Daði er búinn að spila þessa tvo leiki helvíti vel og það er mjög blóðugt fyrir ungan markmann að þurfa hirða boltann úr netinu tvisvar og geta lítið við því gert, sagði Óli að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: FH - KR 1-2 | KR-ingar aftur á toppinn eftir sigur í Krikanum KR gerði góða ferð í Hafnarfjörðinn og vann FH, 1-2. Með sigrinum komust KR-ingar á topp Pepsi Max-deildar karla. 23. júní 2019 22:00 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Sjá meira
Leik lokið: FH - KR 1-2 | KR-ingar aftur á toppinn eftir sigur í Krikanum KR gerði góða ferð í Hafnarfjörðinn og vann FH, 1-2. Með sigrinum komust KR-ingar á topp Pepsi Max-deildar karla. 23. júní 2019 22:00