„Ekki vera heigull, Boris“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. júní 2019 08:41 Boris Johnson, fyrrverandi borgarstjóri Lundúna og utanríkisráðherra Bretlands, kveðst ekki ætla að tjá sig um meintar heimiliserjur sínar. Vísir/getty Jeremy Hunt utanríkisráðherra Bretlands og leiðtogaefni Íhaldsflokksins kallaði eftir því að keppinautur hans í leiðtogakjörinu, Boris Johnson, skorist ekki undan því að mæta í kappræður í sjónvarpssal nú í vikunni. Þá sagðist Hunt ekki myndu gagnrýna Johnson vegna lögregluútkalls að heimili þess síðarnefnda á föstudag.Sjá einnig: Nágranninn sem hringdi á lögregluna stígur fram og segir sína hlið Hunt hefur skorað á Johnson í kappræður sem sýndar verða á bresku sjónvarpsstöðinni Sky News á þriðjudag. Hunt hyggst þar gagnrýna áætlun Johnsons um að ganga frá útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í haust. Hunt hefur þegar boðað komu sína í kappræðurnar en Johnson ekki. „Ekki vera heigull, Boris. Hertu þig og sýndu þjóðinni að þú getir tekist á við hina gífurlegu gagnrýni sem þetta erfiðasta starf í landinu hefur í för með sér,“ skrifaði Hunt í pistli sem birtist í dagblaðinu The Times.Auðvelt en einnig rangt að ráðast á JohnsonLögreglan í London var kölluð að heimili Johnson snemma morguns á föstudag. Lögregla svaraði þar kalli nágranna sem heyrði Johnson og sambýliskonu hans rífast. Málið hefur vakið talsverða athygli í Bretlandi, ekki síst fyrir þær sakir að miklar líkur eru á því að Johnson verði næsti forsætisráðherra Bretlands en hann hefur haft töluvert forskot á keppinauta sína hingað til, þar á meðal Hunt.Jeremy Hunt utanríkisráðherra Bretlands og keppinautur Johnsons í leiðtogavali Íhaldsflokksins.Vísir/EPAJohnson hefur þvertekið fyrir að tjá sig um málið þrátt fyrir að kallað hafi verið eftir því. Hann neitaði til dæmis að svara spurningum um lögregluútkallið á opnum fundi í Birmingham á laugardag. Inntur eftir viðbrögðum við málinu sagði Hunt í samtali við Sky-fréttastofuna í morgun að allir glími við vandamál í einkalífinu. „Það væri auðvelt að gagnrýna [Johnson] harkalega en það væri einnig rangt að gagnrýna [hann] harkalega,“ sagði Hunt. Þá bætti hann við að almenningur vilji ekki fylgjast með leiðtogaefnum skiptast á svívirðingum en ítrekaði að Johnson sýndi af sér „vanvirðingu“ með því að skorast undan kappræðum. Sky-fréttastofan vísar jafnframt í skoðanakönnun sem gerð var meðal meðlima Íhaldsflokksins eftir að fréttir voru fluttar af meintum heimiliserjum Johnsons. Fylgi hans innan flokksins er þar sagt hafa helmingast og þar með sé Hunt sé kominn í yfirburðarstöðu. Næstu staðfestu kappræður á milli Hunt og Johnson verða á sjónvarpsstöðinni ITV þann 9. júlí næstkomandi. Bretland Brexit England Tengdar fréttir Lögregla kölluð að heimili Boris Johnson Lögreglan í London var kölluð að heimili Boris Johnson, sem nú tekur þátt í leiðtogaslag Íhaldsflokksins. Lögreglan svaraði kalli nágranna sem heyrði Johnson og sambúðarkonu hans rífast. 22. júní 2019 08:29 Nágranninn sem hringdi á lögregluna stígur fram og segir sína hlið Maðurinn sem hringdi í lögregluna vegna rifrildis Boris Johnson og Carrie Symsonds, sambýliskonu hans, hefur stigið fram í viðtali við Guardian til þess að segja sína hlið á málinu. Hann hefur mátt þola áreiti vegna málsins en hann segist aðeins hafa hringt á lögregluna vegna þess að hann óttaðist um velferð nágranna sinna. 23. júní 2019 09:01 Baulað á fundarstjóra sem spurði Boris út í atvikið á heimili hans Boris Johnson, sem nú tekur þátt í leiðtogaslag Íhaldsflokksins, var ragur við að svara spurningum um meintar erjur á heimili hans, þegar hann sat fyrir svörum á opnum fundi flokksins í Birmingham í dag. 22. júní 2019 23:12 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Sjá meira
Jeremy Hunt utanríkisráðherra Bretlands og leiðtogaefni Íhaldsflokksins kallaði eftir því að keppinautur hans í leiðtogakjörinu, Boris Johnson, skorist ekki undan því að mæta í kappræður í sjónvarpssal nú í vikunni. Þá sagðist Hunt ekki myndu gagnrýna Johnson vegna lögregluútkalls að heimili þess síðarnefnda á föstudag.Sjá einnig: Nágranninn sem hringdi á lögregluna stígur fram og segir sína hlið Hunt hefur skorað á Johnson í kappræður sem sýndar verða á bresku sjónvarpsstöðinni Sky News á þriðjudag. Hunt hyggst þar gagnrýna áætlun Johnsons um að ganga frá útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í haust. Hunt hefur þegar boðað komu sína í kappræðurnar en Johnson ekki. „Ekki vera heigull, Boris. Hertu þig og sýndu þjóðinni að þú getir tekist á við hina gífurlegu gagnrýni sem þetta erfiðasta starf í landinu hefur í för með sér,“ skrifaði Hunt í pistli sem birtist í dagblaðinu The Times.Auðvelt en einnig rangt að ráðast á JohnsonLögreglan í London var kölluð að heimili Johnson snemma morguns á föstudag. Lögregla svaraði þar kalli nágranna sem heyrði Johnson og sambýliskonu hans rífast. Málið hefur vakið talsverða athygli í Bretlandi, ekki síst fyrir þær sakir að miklar líkur eru á því að Johnson verði næsti forsætisráðherra Bretlands en hann hefur haft töluvert forskot á keppinauta sína hingað til, þar á meðal Hunt.Jeremy Hunt utanríkisráðherra Bretlands og keppinautur Johnsons í leiðtogavali Íhaldsflokksins.Vísir/EPAJohnson hefur þvertekið fyrir að tjá sig um málið þrátt fyrir að kallað hafi verið eftir því. Hann neitaði til dæmis að svara spurningum um lögregluútkallið á opnum fundi í Birmingham á laugardag. Inntur eftir viðbrögðum við málinu sagði Hunt í samtali við Sky-fréttastofuna í morgun að allir glími við vandamál í einkalífinu. „Það væri auðvelt að gagnrýna [Johnson] harkalega en það væri einnig rangt að gagnrýna [hann] harkalega,“ sagði Hunt. Þá bætti hann við að almenningur vilji ekki fylgjast með leiðtogaefnum skiptast á svívirðingum en ítrekaði að Johnson sýndi af sér „vanvirðingu“ með því að skorast undan kappræðum. Sky-fréttastofan vísar jafnframt í skoðanakönnun sem gerð var meðal meðlima Íhaldsflokksins eftir að fréttir voru fluttar af meintum heimiliserjum Johnsons. Fylgi hans innan flokksins er þar sagt hafa helmingast og þar með sé Hunt sé kominn í yfirburðarstöðu. Næstu staðfestu kappræður á milli Hunt og Johnson verða á sjónvarpsstöðinni ITV þann 9. júlí næstkomandi.
Bretland Brexit England Tengdar fréttir Lögregla kölluð að heimili Boris Johnson Lögreglan í London var kölluð að heimili Boris Johnson, sem nú tekur þátt í leiðtogaslag Íhaldsflokksins. Lögreglan svaraði kalli nágranna sem heyrði Johnson og sambúðarkonu hans rífast. 22. júní 2019 08:29 Nágranninn sem hringdi á lögregluna stígur fram og segir sína hlið Maðurinn sem hringdi í lögregluna vegna rifrildis Boris Johnson og Carrie Symsonds, sambýliskonu hans, hefur stigið fram í viðtali við Guardian til þess að segja sína hlið á málinu. Hann hefur mátt þola áreiti vegna málsins en hann segist aðeins hafa hringt á lögregluna vegna þess að hann óttaðist um velferð nágranna sinna. 23. júní 2019 09:01 Baulað á fundarstjóra sem spurði Boris út í atvikið á heimili hans Boris Johnson, sem nú tekur þátt í leiðtogaslag Íhaldsflokksins, var ragur við að svara spurningum um meintar erjur á heimili hans, þegar hann sat fyrir svörum á opnum fundi flokksins í Birmingham í dag. 22. júní 2019 23:12 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Sjá meira
Lögregla kölluð að heimili Boris Johnson Lögreglan í London var kölluð að heimili Boris Johnson, sem nú tekur þátt í leiðtogaslag Íhaldsflokksins. Lögreglan svaraði kalli nágranna sem heyrði Johnson og sambúðarkonu hans rífast. 22. júní 2019 08:29
Nágranninn sem hringdi á lögregluna stígur fram og segir sína hlið Maðurinn sem hringdi í lögregluna vegna rifrildis Boris Johnson og Carrie Symsonds, sambýliskonu hans, hefur stigið fram í viðtali við Guardian til þess að segja sína hlið á málinu. Hann hefur mátt þola áreiti vegna málsins en hann segist aðeins hafa hringt á lögregluna vegna þess að hann óttaðist um velferð nágranna sinna. 23. júní 2019 09:01
Baulað á fundarstjóra sem spurði Boris út í atvikið á heimili hans Boris Johnson, sem nú tekur þátt í leiðtogaslag Íhaldsflokksins, var ragur við að svara spurningum um meintar erjur á heimili hans, þegar hann sat fyrir svörum á opnum fundi flokksins í Birmingham í dag. 22. júní 2019 23:12