Erlent

Baulað á fundarstjóra sem spurði Boris út í atvikið á heimili hans

Andri Eysteinsson skrifar
Boris Johnson, sem nú tekur þátt í leiðtogaslag Íhaldsflokksins, var ragur við að svara spurningum um meintar erjur á heimili hans, þegar hann sat fyrir svörum á opnum fundi flokksins í Birmingham í dag.Breskir miðlar segja að lögreglan hafi verið kölluð til eftir að nágrannar höfðu heyrt Johnson og sambýliskonu hans rífast, diska brotna og önnur háreysti.Fundarstjórinn þráspurði frambjóðandann út í atvikið en uppskar meiri viðbrögð úr salnum en frá Johnson sjálfum.Johnson hvatti þó fundargesti til þess að baula ekki á fundarstjóra sem bar spurningu sína fram að nýju. Fundarstjórinn spurði Johnson hvort einkalíf manns hafi einhver áhrif á getu þess sama manns til þess að gegna embætti forsætisráðherra.„Ég hef reynt að svara þessu býsna ítarlega. Ég held að fólk vilji vita hvort ég hafi staðfestu og hugrekki til að standa við þau loforð sem ég gef og það mun útheimta mikla þrautseigja núna.“ svaraði Johnson.


Tengdar fréttir

Lögregla kölluð að heimili Boris Johnson

Lögreglan í London var kölluð að heimili Boris Johnson, sem nú tekur þátt í leiðtogaslag Íhaldsflokksins. Lögreglan svaraði kalli nágranna sem heyrði Johnson og sambúðarkonu hans rífast.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.