Fótbolti

Aldrei fleiri horft á kvennafótbolta á Englandi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ensku stelpurnar fagna í gær.
Ensku stelpurnar fagna í gær. vísir/getty
Kvennaboltinn er á uppleið og það kemur fram víða í kringum HM í Frakklandi. Í gær var enn eitt metið slegið er um 7 milljónir manna horfðu á leik enska kvennalandsliðsins gegn Kamerún í gær.Það voru 6,9 milljónir sem horfðu á leikinn en gamla metið var 6,1 milljón. Það sem meira er þá voru 40,5 prósent sjónvarpsáhorfenda að horfa á leikinn. Það eru ansi góðar tölur.Þetta áhorfsmet verður svo alveg örugglega slegið aftur á fimmtudag er liðið spilar í átta liða úrslitum HM gegn Noregi.Það var mikið drama í leiknum gegn Kamerún í gær en vonandi fær fótboltinn að njóta sín í næsta leik.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.