Allt brjálað þegar Englendingar komust í 8-liða úrslit

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Steph Houghton, fyrirliði Englands, fagnar marki sínu.
Steph Houghton, fyrirliði Englands, fagnar marki sínu. vísir/getty
England er komið í 8-liða úrslit á HM kvenna eftir 3-0 sigur á Kamerún í Valenciennes í dag. England mætir Noregi í 8-liða úrslitunum.Fyrirliði Englendinga, Steph Houghton, kom þeim yfir með skoti úr óbeinni aukaspyrnu á markteigslínunni eftir stundarfjórðungs leik.Í uppbótartíma fyrri hálfleiks varð svo allt vitlaust. Ellen White skoraði fyrir England en markið var dæmt af vegna rangstöðu. En markið fékk réttilega að standa eftir að atvikið var skoðað í VARsjánni.Leikmenn Kamerún voru æfir, söfnuðust saman á miðjum vellinum og virtust neita að halda áfram að spila.Eftir drykklanga stund fóru Kamerúnar loks af velli. Nokkrir leikmenn liðsins voru í miklu uppnámi, grétu og sökuðu FIFA um kynþáttafordóma í sinn garð.Lundin léttist ekkert hjá leikmönnum Kamerún þegar mark var dæmt af þeim í upphafi seinni hálfleiks.Kamerúnar sóttu stíft eftir þetta en Englendingar refsuðu með marki Alex Greenwood á 58. mínútu. Skömmu áður var Greenwood næstum því búin að færa Kamerún mark á silfurfati en Karen Bardsley, markvörður Englands, bjargaði.Fleiri urðu mörkin ekki og England fagnaði 3-0 sigri og sæti í 8-liða úrslitum. Þetta er í fjórða sinn í röð sem Englendingar komast í 8-liða úrslit á HM kvenna.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.