Fótbolti

Barcelona fagnar afmæli Messi með glæsimörkum | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Messi hefur skorað mörg glæsileg mörk í treyju Barcelona.
Messi hefur skorað mörg glæsileg mörk í treyju Barcelona. vísir/getty
Knattspyrnuundrið Lionel Messi fagnar 32 ára afmæli sínu í dag og félag hans, Barcelona, heldur að sjálfsögðu upp á það.Sjálfur fagnar Messi afmæli sínu í Brasilíu þar sem hann er með argentínska landsliðinu að keppa í Copa America. Argentínumenn skriðu upp úr riðlakeppninni í nótt.Til þess að gleðja fólk á afmælisdegi Argentínumannsins setti Barcelona inn myndband í dag með fimm bestu mörkum Messi í búningi félagsins. Mörkin eru einkar falleg eins og sjá má hér að neðan.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.