Fótbolti

Barcelona fagnar afmæli Messi með glæsimörkum | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Messi hefur skorað mörg glæsileg mörk í treyju Barcelona.
Messi hefur skorað mörg glæsileg mörk í treyju Barcelona. vísir/getty

Knattspyrnuundrið Lionel Messi fagnar 32 ára afmæli sínu í dag og félag hans, Barcelona, heldur að sjálfsögðu upp á það.

Sjálfur fagnar Messi afmæli sínu í Brasilíu þar sem hann er með argentínska landsliðinu að keppa í Copa America. Argentínumenn skriðu upp úr riðlakeppninni í nótt.Til þess að gleðja fólk á afmælisdegi Argentínumannsins setti Barcelona inn myndband í dag með fimm bestu mörkum Messi í búningi félagsins. Mörkin eru einkar falleg eins og sjá má hér að neðan.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.