Fótbolti

Túnis og Angóla skildu jöfn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
vísir/getty

Túnis og Angóla gerðu jafntefli í fyrsta leik E-riðils í Afríkukeppninni í fótbolta.

Fyrsta mark leiksins gerði Youssef Msakni á 34. mínútu úr vítaspyrnu eftir að Paizo var dæmdur brotlegur innan eigin vítateigs. Staðan var því 1-0 fyrir Túnis í hálfleik.

Þegar langt var liðið á seinni hálfleik skoraði Djalma Campos jöfnunarmarkið eftir mistök Farouk Ben Mustapha í vörninni.

Hvorugt lið náði að finna sigurmarkið og niðurstaðan 1-1 jafntefli.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.