Erlent

Fékk far með Lyft og hefur ekki sést síðan

Sylvía Hall skrifar
Fjölskylda og vinir MacKenzie Lueck hafa biðlað til almennings um upplýsingar.
Fjölskylda og vinir MacKenzie Lueck hafa biðlað til almennings um upplýsingar. Facebook

MacKenzie Lueck, 23 ára hjúkrunarfræðinemi við Háskólann í Utah, ferðaðist heim til Salt Lake City þann 17. júní eftir að hún flaug frá Kaliforníu þar sem hún var viðstödd jarðarför ömmu sinnar. Hún hringdi í foreldra sína við komuna og sagðist vera lent heil á höldnu, rétt áður en hún pantaði sér far með skutlaraþjónustunni Lyft.

Síðan þá hefur ekkert spurst til Lueck en bæði skutlaraþjónustan og bílstjóri Lueck hafa verið samvinnuþýð og segja ekkert óvenjulegt hafa átt sér stað. Bílstjórinn skutlaði henni á áfangastað í norðurhluta borgarinnar áður en hann hélt áfram að sækja aðra farþega það sama kvöld. Nokkur vitni segjast hafa séð til Lueck í norðurhluta Salt Lake þennan morguninn.
Foreldrar Lueck tilkynntu um hvarf hennar þremur dögum eftir ferðalagið en vinir hennar spyrja sig hvers vegna hún hafi farið í norðurhluta borgarinnar þar sem hún býr ekki þar. Slökkt hefur verið á síma hennar frá því að hún lenti á flugvellinum fyrir viku og ekkert hefur heyrst frá henni á samfélagsmiðlum.

Sjá frétt People um málið.Tengdar fréttir

Streymdi farþegum sínum á netinu

Bílstjóra hjá akstursþjónustunum Uber og Lyft hefur verið sagt upp störfum eftir að upp komst um myndbandsupptökur sem hann deildi af farþegum sínum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.