Erlent

Streymdi farþegum sínum á netinu

Sylvía Hall skrifar
Jason Gargac.
Jason Gargac. Vísir/Skjáskot
Bílstjóra hjá akstursþjónustunum Uber og Lyft hefur verið sagt upp störfum eftir að upp komst um myndbandsupptökur sem hann deildi af farþegum sínum. 

Jason Gargac, bílstjórinn sem um ræðir, streymdi farþegum sínum á síðunni Twitch og yfirleitt án þeirra vitundar. Meðal þess sem fram fór á upptökunum voru farþegar að kyssast, sumir köstuðu upp á meðan aðrir ræddu vini og vandamenn. 

Gargac starfaði sem bílstjóri í St Louis í Missouri, en í fylkinu er ekki ólöglegt að taka myndbönd af fólki svo lengi sem annar aðilinn samþykkir, sem í þessu tilviki var Gargac sjálfur. Hins vegar gilda aðrar reglur um útsendingu efnis þar sem fólk gæti ætlast til friðs líkt og í tilviki farþeganna. 

Gargac tilkynnti það oft á Twitter-reikningi sínum að hann væri að streyma farþegum sínum.Skjáskot
Margir þeirra sem horfðu á myndböndin skildu eftir athugasemdir þar sem útlit farþega, hátterni þeirra og fleira var rætt. Þá var konum oftar en ekki gefnar einkunnir byggðar á útliti þeirra. 

Bæði fyrirtækin hafa sagt þetta brjóta gegn siðareglum þeirra og því var bílstjóranum sagt upp störfum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×