Fótbolti

Mikill ruglingur í gangi eftir að alnafnarnir skoruðu báðir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Malí fagna hér marki.
Leikmenn Malí fagna hér marki. Mynd/Twitter/@caf_online_FR

Adama Traoré og Adama Traoré voru báðir valdir í landsliðshóp Malí í Afríkukeppninni. Það eitt skapaði talsverðan rugling en í gær komst sá ruglingur upp á annað stig.

Adama Traoré II eins og hann er kallaður var í byjunarliði Malí í leik á móti Máritaníu í riðlakeppni Afríkukeppninnar.

Adama Traoré II er fæddur 28. júní 1995 og spilar með Cercle Brugge í Belgíu. Hann kom inn á mótið með 10 landsleiki og 3 mörk.

Adama Traoré II lagði upp fyrsta mark Malí og skoraði síðan það þriðja sjálfur á 55. mínútu. Sex mínútum síðar var hann tekinn af velli og nafni hans Adama Traoré I kom inn á í staðinn.Adama Traoré I er fæddur 5. júní 1995 og spilar hann með US Orléans í Frakklandi. Hann kom inn á mótið með 22 landsleiki og 4 mörk.

Adama Traoré I var ekki lengi að láta til sín taka því hann kom Malí í 4-1 með marki á 73. mínútu eða tólf mínútum eftir að hann leysti nafna sinn af hólmi.

Adama Traoré II er þremur sentímetrum hærri en nafni sinn (180 sm) og spilar líka á miðjunni. Adama Traoré I spilar meira út á væng.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.