Fótbolti

Mikill ruglingur í gangi eftir að alnafnarnir skoruðu báðir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Malí fagna hér marki.
Leikmenn Malí fagna hér marki. Mynd/Twitter/@caf_online_FR
Adama Traoré og AdamaTraoré voru báðir valdir í landsliðshóp Malí í Afríkukeppninni. Það eitt skapaði talsverðan rugling en í gær komst sá ruglingur upp á annað stig.

AdamaTraoréII eins og hann er kallaður var í byjunarliði Malí í leik á móti Máritaníu í riðlakeppni Afríkukeppninnar.

AdamaTraoréII er fæddur 28. júní 1995 og spilar með CercleBrugge í Belgíu. Hann kom inn á mótið með 10 landsleiki og 3 mörk.

AdamaTraoréII lagði upp fyrsta mark Malí og skoraði síðan það þriðja sjálfur á 55. mínútu. Sex mínútum síðar var hann tekinn af velli og nafni hans AdamaTraoréI kom inn á í staðinn.





AdamaTraoréI er fæddur 5. júní 1995 og spilar hann með USOrléans í Frakklandi. Hann kom inn á mótið með 22 landsleiki og 4 mörk.

AdamaTraoréI var ekki lengi að láta til sín taka því hann kom Malí í 4-1 með marki á 73. mínútu eða tólf mínútum eftir að hann leysti nafna sinn af hólmi.

AdamaTraoréII er þremur sentímetrum hærri en nafni sinn (180 sm) og spilar líka á miðjunni. AdamaTraoréI spilar meira út á væng.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×