Erlent

Stærsta eldflaug Space X send út í geim með 24 gervihnetti innanborðs

Andri Eysteinsson skrifar
Frá geimskotinu við Canaveral-höfða í Flórída.
Frá geimskotinu við Canaveral-höfða í Flórída. AP/ John Raoux

Geimferðafyrirtækið SpaceX sendi í gærnótt stærstu eldflaug sína, Falcon Heavy út í geim. Innanborðs voru 24 gervihnettir ætlaðir til rannsókna, atómklukka, sólarsegl og aska yfir 150 einstaklinga, þar á meðal aska geimfarans Bill Pogue sem lést árið 2014. AP greinir frá.
 
Falcon Heavy hefur nú verið skotið á loft í þrígang en hún er í raun gerð úr þremur mismunandi Falcon 9 eldflaugum, áætlað var að lenda öllum hlutum eldflaugarinnar eftir að hún lenti en eingöngu tókst að lenda hliðar-flaugunum. Miðflaugin náði ekki að lenda á þar til gerðum pramma á hafi úti. SpaceX segir erfiðleikastigið hafa verið það hátt að það hafi ekki komið á óvart.

Elon Musk sagði geimskotið hafa verið það erfiðasta sem fyrirtækið hafi staðið fyrir, koma þurfi gervihnöttunum fyrir á sporbaug á þremur mismunandi stöðum og hafi það tekið nokkra klukkutíma.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.