Erlent

Stærsta eldflaug Space X send út í geim með 24 gervihnetti innanborðs

Andri Eysteinsson skrifar
Frá geimskotinu við Canaveral-höfða í Flórída.
Frá geimskotinu við Canaveral-höfða í Flórída. AP/ John Raoux
Geimferðafyrirtækið SpaceX sendi í gærnótt stærstu eldflaug sína, Falcon Heavy út í geim. Innanborðs voru 24 gervihnettir ætlaðir til rannsókna, atómklukka, sólarsegl og aska yfir 150 einstaklinga, þar á meðal aska geimfarans Bill Pogue sem lést árið 2014. AP greinir frá.

 

Falcon Heavy hefur nú verið skotið á loft í þrígang en hún er í raun gerð úr þremur mismunandi Falcon 9 eldflaugum, áætlað var að lenda öllum hlutum eldflaugarinnar eftir að hún lenti en eingöngu tókst að lenda hliðar-flaugunum. Miðflaugin náði ekki að lenda á þar til gerðum pramma á hafi úti. SpaceX segir erfiðleikastigið hafa verið það hátt að það hafi ekki komið á óvart.

Elon Musk sagði geimskotið hafa verið það erfiðasta sem fyrirtækið hafi staðið fyrir, koma þurfi gervihnöttunum fyrir á sporbaug á þremur mismunandi stöðum og hafi það tekið nokkra klukkutíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×