Íslenski boltinn

„Eru þær svona meiddar eða er verið að gera eitthvað vitlaust?“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gunnar í þættinum í gær.
Gunnar í þættinum í gær. Vísir

Þór/KA hefur ekki farið vel af stað í Pepsi Max-deild kvenna og er átta stigum á eftir toppliðum Vals og Breiðabliks er sjö umferðir eru búnar af mótinu.

Athygli vakti að Þór/KA var einungis með sextán leikmenn í leikmannahópnum í jafnteflinu gegn KR á sunnudaginn og það var rætt í Pepsi Max-mörkum kvenna í gær.

„Þær eru náttúrlega í samstarfi við Hamrana og væntanlega eru þær í verkefni þar og geta ekki spilað fyrir bæði liðin,“ sagði Gunnar Borgþórsson, annar spekingur þáttarins, en Hamrarnir á Akureyri eru með lið í 2. deild kvenna. Gunnar sagði einnig:

„Stelpurnar úr 2. flokki sem væru gjaldgengar þarna eru að spila fyrir Hamrana. Ég ætla að gefa mér það. Hins vegar hefur Donni (Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA) talað mikið um meiðsli og mér finnst þetta vera orðið skrýtið.“

Gunnar, sem hefur töluverða reynslu af þjálfun í kvennaboltanum, velti þessu frekar fyrir sér.

„Eru þær svona mikið meiddar eða er verið að gera eitthvað vitlaust? Er hann að reyna að láta alla halda að þær séu svona meiddar og veikburða og vona að liðin undirbúi sig þannig?“

Mist Rúnarsdóttir, sem einnig var í umræddum þætti, segir að það sé ekki gott yfir Þórsliðinu. Þá er Margrét Árnadóttir, sóknarmaður liðsins, farin utan vegna náms og spilar ekki meira með liðinu. Mist segir að það sé óvenjulega snemmt að missa leikmann í nám í útlöndum strax í júní.

„Það er mjög snemmt. Það er enn júní. Það er mjög sérstakt. Það er hræðilegt að missa hana út því hún er flottur sóknarmaður en gerir því miður lítið fyrir þær í sumar,“ sagði Mist Rúnarsdóttir, hinn spekingur þáttarins.


Klippa: Pepsi Max-mörk kvenna: Umræða um Þór/KA


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.