Ráðamenn telja sér trú um að þeir taki þátt í baráttu gegn offitu með sykurskatti Sylvía Hall skrifar 25. júní 2019 21:01 Óli Björn hefur ekki mikla trú á sykurskatti. FBL/ERNIR Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir það vera sjálfsagt mál að ræða hvernig hægt sé að bæta heilsu þjóðarinnar almennt. Hann er þó ekki sannfærður um að sykurskattur sé rétta leiðin. Þetta kom fram í viðtali við Óla Björn í Reykjavík síðdegis í dag þar sem aðgerðaáætlun landlæknis til að draga úr sykurneyslu var rædd. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að sælgæti og gosdrykkir sem innihalda sykur og sætuefni verði færð úr neðra þrepi virðisaukaskatts í hærra þrep. Óli Björn segir engar rannsóknir benda til þess að slík hækkun leiði til bætts heilsufars þjóða. Hann vitnaði þar í skýrslu sem unnin var á vegum heilbrigðisráðuneytis Nýja-Sjálands sem fór yfir rannsóknir í þessum efnum. „Auðvitað hafa skattar einhver áhrif á hegðan fólks en veltum því fyrir því okkur hvernig verð hefur áhrif á eftirspurn eftir vöru. Neysluvörur eru til dæmis ekki mjög verðteygnar, það er að segja verðið hefur ekki mikil áhrif á nauðsynjavörur,“ segir Óli Björn og bætir við að það sama eigi við um ávanabindandi vörur. „Ávanabindandi er sykur, ég held að fólk sé að gera sér grein fyrir því að það er. Það má draga ályktun af því að jafnvel þótt að menn leggi hér alveg gríðarlega háan skatt á sykur þá muni það ekki draga úr neyslu á sykri hjá þeim sem við erum að reyna að ná til.“ Meðal tillagna er að hækka verð á gosdrykkjum um hið minnsta 20 prósent. Auk þess verða verslanir hvattar til að hætta að vera með nammibari.VísirViðhorfið skiptir mestu máli Óli Björn segist vera fylgjandi því að grípa til aðgerða til þess að bæta lýðheilsu þjóðarinnar. Hann hafi þó ekki séð nein sannfærandi rök fyrir því að leggja hér á sykurskatt. „Þvert á móti, ég hygg að þetta muni verða til þess að einhverjum ráðamönnum líði betur þegar þeir telja sér trú um það að þeir séu að taka þátt í baráttu gegn offitu og ofneyslu á sykri,“ segir Óli Björn sem telur að sykurskatturinn yrði til þess að mikilvægari aðgerðir myndu sitja á hakanum. Í stað þess að skattleggja sykur ætti frekar að vinna í því að efla forvarnir og breyta viðhorfi fólks til sykurneyslu. „Ég held að þetta snúist fremur um viðhorf heldur en skattlagningu og við höfum séð hvernig viðhorfið hefur verið að breytast hér til bættrar heilsu, viðhorf gagnvart reykingum, gagnvart áfengisneyslu í hófsemi og gagnvart hreyfingu.“ Viðtalið við Óla Björn má heyra í spilaranum hér að neðan. Heilbrigðismál Skattar og tollar Tengdar fréttir Fjörutíu og sex þjóðríki og borgir hafa innleitt sykurskatt Fjörutíu og sex þjóðríki og borgir á heimsvísu hafa innleitt sykurskatt til að draga úr sykurneyslu. Yfirlæknir hjartagáttar Landspítalans segir að hækkun virðisaukaskatts á sykruð matvæli hér á landi sé þarft skref og löngu tímabært. 25. júní 2019 19:00 SI óttast óhagræði af sykurskatti Samtök iðnaðarins mótmæla þeim tillögum Embættis landlæknis að auka skattheimtu á sykraða og ósykraða gosdrykki auk sælgætis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. 25. júní 2019 16:15 Forstjóri Ölgerðarinnar ósáttur með sykurskatt á sykurlausa drykki Í aðgerðaráætlun til að draga úr sykurneyslu sem heilbrigðisráðherra lagði fyrir ríkisstjórin fyrir helgi er lagt til að álagning verði líka lögð á sykurlausa gosdrykki. Forstjóri Ölgerðarinnar hefur áhyggjur af þessu, neytendur velji sér sykurlausa gosdrykki í ríkari mæli. 24. júní 2019 14:30 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Sjá meira
Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir það vera sjálfsagt mál að ræða hvernig hægt sé að bæta heilsu þjóðarinnar almennt. Hann er þó ekki sannfærður um að sykurskattur sé rétta leiðin. Þetta kom fram í viðtali við Óla Björn í Reykjavík síðdegis í dag þar sem aðgerðaáætlun landlæknis til að draga úr sykurneyslu var rædd. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að sælgæti og gosdrykkir sem innihalda sykur og sætuefni verði færð úr neðra þrepi virðisaukaskatts í hærra þrep. Óli Björn segir engar rannsóknir benda til þess að slík hækkun leiði til bætts heilsufars þjóða. Hann vitnaði þar í skýrslu sem unnin var á vegum heilbrigðisráðuneytis Nýja-Sjálands sem fór yfir rannsóknir í þessum efnum. „Auðvitað hafa skattar einhver áhrif á hegðan fólks en veltum því fyrir því okkur hvernig verð hefur áhrif á eftirspurn eftir vöru. Neysluvörur eru til dæmis ekki mjög verðteygnar, það er að segja verðið hefur ekki mikil áhrif á nauðsynjavörur,“ segir Óli Björn og bætir við að það sama eigi við um ávanabindandi vörur. „Ávanabindandi er sykur, ég held að fólk sé að gera sér grein fyrir því að það er. Það má draga ályktun af því að jafnvel þótt að menn leggi hér alveg gríðarlega háan skatt á sykur þá muni það ekki draga úr neyslu á sykri hjá þeim sem við erum að reyna að ná til.“ Meðal tillagna er að hækka verð á gosdrykkjum um hið minnsta 20 prósent. Auk þess verða verslanir hvattar til að hætta að vera með nammibari.VísirViðhorfið skiptir mestu máli Óli Björn segist vera fylgjandi því að grípa til aðgerða til þess að bæta lýðheilsu þjóðarinnar. Hann hafi þó ekki séð nein sannfærandi rök fyrir því að leggja hér á sykurskatt. „Þvert á móti, ég hygg að þetta muni verða til þess að einhverjum ráðamönnum líði betur þegar þeir telja sér trú um það að þeir séu að taka þátt í baráttu gegn offitu og ofneyslu á sykri,“ segir Óli Björn sem telur að sykurskatturinn yrði til þess að mikilvægari aðgerðir myndu sitja á hakanum. Í stað þess að skattleggja sykur ætti frekar að vinna í því að efla forvarnir og breyta viðhorfi fólks til sykurneyslu. „Ég held að þetta snúist fremur um viðhorf heldur en skattlagningu og við höfum séð hvernig viðhorfið hefur verið að breytast hér til bættrar heilsu, viðhorf gagnvart reykingum, gagnvart áfengisneyslu í hófsemi og gagnvart hreyfingu.“ Viðtalið við Óla Björn má heyra í spilaranum hér að neðan.
Heilbrigðismál Skattar og tollar Tengdar fréttir Fjörutíu og sex þjóðríki og borgir hafa innleitt sykurskatt Fjörutíu og sex þjóðríki og borgir á heimsvísu hafa innleitt sykurskatt til að draga úr sykurneyslu. Yfirlæknir hjartagáttar Landspítalans segir að hækkun virðisaukaskatts á sykruð matvæli hér á landi sé þarft skref og löngu tímabært. 25. júní 2019 19:00 SI óttast óhagræði af sykurskatti Samtök iðnaðarins mótmæla þeim tillögum Embættis landlæknis að auka skattheimtu á sykraða og ósykraða gosdrykki auk sælgætis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. 25. júní 2019 16:15 Forstjóri Ölgerðarinnar ósáttur með sykurskatt á sykurlausa drykki Í aðgerðaráætlun til að draga úr sykurneyslu sem heilbrigðisráðherra lagði fyrir ríkisstjórin fyrir helgi er lagt til að álagning verði líka lögð á sykurlausa gosdrykki. Forstjóri Ölgerðarinnar hefur áhyggjur af þessu, neytendur velji sér sykurlausa gosdrykki í ríkari mæli. 24. júní 2019 14:30 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Sjá meira
Fjörutíu og sex þjóðríki og borgir hafa innleitt sykurskatt Fjörutíu og sex þjóðríki og borgir á heimsvísu hafa innleitt sykurskatt til að draga úr sykurneyslu. Yfirlæknir hjartagáttar Landspítalans segir að hækkun virðisaukaskatts á sykruð matvæli hér á landi sé þarft skref og löngu tímabært. 25. júní 2019 19:00
SI óttast óhagræði af sykurskatti Samtök iðnaðarins mótmæla þeim tillögum Embættis landlæknis að auka skattheimtu á sykraða og ósykraða gosdrykki auk sælgætis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. 25. júní 2019 16:15
Forstjóri Ölgerðarinnar ósáttur með sykurskatt á sykurlausa drykki Í aðgerðaráætlun til að draga úr sykurneyslu sem heilbrigðisráðherra lagði fyrir ríkisstjórin fyrir helgi er lagt til að álagning verði líka lögð á sykurlausa gosdrykki. Forstjóri Ölgerðarinnar hefur áhyggjur af þessu, neytendur velji sér sykurlausa gosdrykki í ríkari mæli. 24. júní 2019 14:30