Viðskipti innlent

Forstjóri Ölgerðarinnar ósáttur með sykurskatt á sykurlausa drykki

Gígja Hilmarsdóttir skrifar
Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar.
Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar. Vísir/Anton

Í aðgerðaráætlun til að draga úr sykurneyslu sem heilbrigðisráðherra lagði fyrir ríkisstjórin fyrir helgi er lagt til að álagning verði líka lögð á sykurlausa gosdrykki. Forstjóri Ölgerðarinnar hefur áhyggjur af þessu, neytendur velji sér sykurlausa gosdrykki í ríkari mæli.

Eins og greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi lagði heilbrigðisráðherra fram aðgerðaráætlun sem unnin var með embætti landlæknis. Þar er lagt til að setja sykraðar og óhollar vörur í hærra þrep virðisaukaskatts og leggja á þær vörugjöld. 

Í áætluninni er lagt til að álagning verði líka lögð á sykurlausa gosdrykki. Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar segir það skjóta skökku við.

„Neytendur eru að velja sykurlausa drykki og þeir þurfa ekki aðkomu ríkisvaldsins til að segja sér hvort þeir eigi að drekka sykrað eða sykurlaust. Maður spyr sig hvað er næst? Eigum við að skattleggja reykt kjöt því það er óhollt?“

Andri segir neytendur kjósa sykurlausa gosdrykki í auknari mæli. Stærstur hluti sölu hjá Ölgerðinni séu sykurlausir drykkir.

Hann segist hafa áhyggjur af því að álagningin komi til með að hafa áhrif á rekstur Ölgerðarinnar fari hún í gegn.

„Ég hef áhyggjur af allri aðkomu ríkisins, allri neyslustýringu. Þetta er hreinlega forpokaður hugsunarháttur,“ segir Andri.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
5,98
19
1.491.650
VIS
2,8
19
263.441
SIMINN
0,75
15
428.677
SJOVA
0,51
21
360.465
EIK
0,38
12
157.342

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-4,01
41
1.008.965
LEQ
-2,43
3
69.322
ICEAIR
-2,41
12
36.382
TM
-1,96
11
203.211
KVIKA
-1,94
7
168.078
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.