Fótbolti

Ayew bræðurnir á skotskónum en Gana mistókst að afgreiða Benín

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gana fagnar fyrri marki leiksins í kvöld.
Gana fagnar fyrri marki leiksins í kvöld. vísir/getty

Gana gerði óvænt 2-2 jafntefli gegn Benín í F-riðli Afríkukeppninnar sem fer fram í Egyptalandi.

Benín komst óvænt yfir á 2. mínútu með marki Mickael Pote en Andre Ayew, leikmaður Fenerbache, jafnaði á níundu mínútu.

Bróðir hans, Jordan Ayew, kom svo Gana yfir fyrir lok fyrri hálfleiks en Jordan leikur með Crystal Palace.

Varnarmaðurinn John Boye fékk sitt annað gula spjald á 55. mínútu og Gana varð því einum færri. Það nýtti Benín sér því Mickael Pote skoraði annað mark sitt á 64. mínútu og lokatölur 2-2.

Í hinum leik dagsins í F-riðlinum vann Kamerún 2-0 sigur á Gínea-Bissá. Varnarmaðurinn Yaya Banana skoraði fyrra markið á 66. mínútu og þremur mínútum síðar skoraði Stephane Bahoken.

Kamerún er því með þrjú stig, Gana og Benín eitt og Gínea-Bissá er á botninum án stiga.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.