Fótbolti

Ayew bræðurnir á skotskónum en Gana mistókst að afgreiða Benín

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gana fagnar fyrri marki leiksins í kvöld.
Gana fagnar fyrri marki leiksins í kvöld. vísir/getty
Gana gerði óvænt 2-2 jafntefli gegn Benín í F-riðli Afríkukeppninnar sem fer fram í Egyptalandi.

Benín komst óvænt yfir á 2. mínútu með marki Mickael Pote en Andre Ayew, leikmaður Fenerbache, jafnaði á níundu mínútu.

Bróðir hans, Jordan Ayew, kom svo Gana yfir fyrir lok fyrri hálfleiks en Jordan leikur með Crystal Palace.







Varnarmaðurinn John Boye fékk sitt annað gula spjald á 55. mínútu og Gana varð því einum færri. Það nýtti Benín sér því Mickael Pote skoraði annað mark sitt á 64. mínútu og lokatölur 2-2.

Í hinum leik dagsins í F-riðlinum vann Kamerún 2-0 sigur á Gínea-Bissá. Varnarmaðurinn Yaya Banana skoraði fyrra markið á 66. mínútu og þremur mínútum síðar skoraði Stephane Bahoken.

Kamerún er því með þrjú stig, Gana og Benín eitt og Gínea-Bissá er á botninum án stiga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×