Sviptur lækningaleyfi eftir að hafa notað eigið sæði við tæknisæðingar í áratugi Sylvía Hall skrifar 25. júní 2019 22:38 Eitt fórnarlambanna segist hafa komist í kynni við fimmtán hálfsystkini sín. Vísir/Getty Kanadíski frjósemislæknirinn Norman Barwin hefur misst lækningaleyfi sitt eftir að í ljós kom að hann hafði notað eigið sæði í tæknisæðingum sjúklinga sinna. Ásakanirnar ná aftur til áttunda áratugarins og er hann sagður hafa notað eigið sæði eða annað óþekkt sæði í að minnsta kosti þrettán tilvikum. Þetta kemur fram á vef BBC en þar segir að rannsókn á tilvikunum hafi hafist árið 2016. Ná tilfellin til sjúklinga á tveimur heilsugæslum sem hann starfaði á í Ontario í Kanada. Barwin, sem er í dag áttræður, hefur ekki stundað lækningar frá árinu 2014. Fjögur fórnarlömb Barwins báru vitni fyrir nefnd og sagði Rebecca Dixon, eitt þeirra barna sem varð til með sæði hans, að hún hafi efast um persónu sína eftir að málið komst upp. Hún var 25 ára gömul þegar hún komst að því að Barwin væri líffræðilegur faðir hennar. Hún segist hafa komist í kynni við fimmtán „hálfsystkini“ sín eftir að hafa komist að uppruna sínum. „Mér finnst eins og það hafi verið brotið á mér, nánast eins og mér hafi verið nauðgað,“ sagði annað fórnarlamb við fyrirtöku málsins. Sú kona hafi beðið Barwin um að nota sæði eiginmanns síns við tæknisæðinguna. Þá bar einn maður einnig vitni fyrir nefndinni en hann hafði staðið í þeirri trú um að börn þeirra hjóna hafi verið getin með hans sæði eftir tæknisæðingu. Hann segir það hafa verið eins og að vera kýldur í magann þegar hann komst að hinu rétta. „Ímyndaðu þér þá hægu kvöl að fylgjast með börnunum mínum vaxa úr grasi og líkjast mér minna og minna.“ Barwin mætti ekki fyrir nefndina þegar mál hans var tekið fyrir. Nefndin sagðist harma gjörðir hans og sögðu það miður að þau hefðu ekki vald til þess að gera meira en að afturkalla lækningaleyfi hans. Kanada Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Sjá meira
Kanadíski frjósemislæknirinn Norman Barwin hefur misst lækningaleyfi sitt eftir að í ljós kom að hann hafði notað eigið sæði í tæknisæðingum sjúklinga sinna. Ásakanirnar ná aftur til áttunda áratugarins og er hann sagður hafa notað eigið sæði eða annað óþekkt sæði í að minnsta kosti þrettán tilvikum. Þetta kemur fram á vef BBC en þar segir að rannsókn á tilvikunum hafi hafist árið 2016. Ná tilfellin til sjúklinga á tveimur heilsugæslum sem hann starfaði á í Ontario í Kanada. Barwin, sem er í dag áttræður, hefur ekki stundað lækningar frá árinu 2014. Fjögur fórnarlömb Barwins báru vitni fyrir nefnd og sagði Rebecca Dixon, eitt þeirra barna sem varð til með sæði hans, að hún hafi efast um persónu sína eftir að málið komst upp. Hún var 25 ára gömul þegar hún komst að því að Barwin væri líffræðilegur faðir hennar. Hún segist hafa komist í kynni við fimmtán „hálfsystkini“ sín eftir að hafa komist að uppruna sínum. „Mér finnst eins og það hafi verið brotið á mér, nánast eins og mér hafi verið nauðgað,“ sagði annað fórnarlamb við fyrirtöku málsins. Sú kona hafi beðið Barwin um að nota sæði eiginmanns síns við tæknisæðinguna. Þá bar einn maður einnig vitni fyrir nefndinni en hann hafði staðið í þeirri trú um að börn þeirra hjóna hafi verið getin með hans sæði eftir tæknisæðingu. Hann segir það hafa verið eins og að vera kýldur í magann þegar hann komst að hinu rétta. „Ímyndaðu þér þá hægu kvöl að fylgjast með börnunum mínum vaxa úr grasi og líkjast mér minna og minna.“ Barwin mætti ekki fyrir nefndina þegar mál hans var tekið fyrir. Nefndin sagðist harma gjörðir hans og sögðu það miður að þau hefðu ekki vald til þess að gera meira en að afturkalla lækningaleyfi hans.
Kanada Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Sjá meira