Innlent

Vonar að stjórnvöld innleiði samþykktina 

Lovísa Arnardóttir skrifar
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Á ný­af­stöðnu af­mælis­þingi ILO, eða Al­þjóða­vinnu­mála­stofnunarinnar, var samþykkt tíma­mótasam­þykkt gegn of­beldi og á­reitni á vinnu­stað. Sam­þykktin er fyrsti al­þjóða­samningur sinnar tegundar og markar mikil tíma­mót í bar­áttu gegn of­beldi og á­reitni á vinnu­stað. Unnið hafði verið að sam­þykktinni um ára­bil og var hún sam­þykkt af öllum löndum nema sjö þann 21. júní síðast­liðinn. ASÍ, SA og ríkis­stjórnin greiddu at­kvæði með og er nú næsta skref að fá hana full­gilta hér á landi svo við verðum skuld­bundin henni að al­þjóða­rétti.

„Þetta er fyrsta al­þjóða­sam­þykkt sinnar tegundar og þess vegna er þetta merki­legt plagg. Einnig er þetta eitt­hvað sem kemur eftir #met­oo bylgjuna þannig að þetta er skil­greind af­urð hennar og skiptir gífur­legu máli fyrir ríki sem eru kannski ekki með jafn þétta lög­gjöf og þar sem slíkt er ekki jafn viður­kennt og hér,“ segir Drífa Snæ­dal, for­seti ASÍ.

Í sam­þykktinni er mikil á­hersla lögð á að horfa til fram­tíðar innan vinnu­heimsins með „manneskju­legum augum“. Sterk á­hersla er á að gera fólki kleift að njóta góðs af breytingum í heimi vinnunnar með því að styrkja stofnanir til að tryggja öryggi allra á vinnu­markaði.

Drífa segir að hún vonist til og vænti þess að ís­lensk stjórn­völd inn­leiði sam­þykktina við fyrsta tæki­færi.

„Það væri af­skap­lega góður bragur ef Ís­land myndi gera það og vera meðal þeirra fyrstu. Við eigum að taka frum­kvæði í þessu og gera þetta mjög stolt og af virðingu. Við erum mjög á­nægð með þetta og munum leggja fast að stjórn­völdum að stað­festa þessa sam­þykkt,“ segir Drífa.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.