Fótbolti

Kompany: Kom ekki hingað til þess að lenda í öðru sæti

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kompany er dýrkaður og dáður í heimalandinu.
Kompany er dýrkaður og dáður í heimalandinu. vísir/getty
Vincent Kompany verður spilandi þjálfari hjá Anderlecht næsta vetur og efast ekkert um að hann geti rifið liðið upp á nýjan leik og unnið titilinn.

Síðasta tímabil var hrein hörmung hjá Anderlecht því í fyrsta skipti í 56 ár tókst liðinu ekki að tryggja sér Evrópusæti. Það sem meira er að þá var ruðst inn á skrifstofur félagsins vegna gruns um peningaþvætti. Það var allt í rugli.

Kompany ætlar að koma félaginu aftur á sinn stað.

„Á einu tímabili þurfum við að verða betri en fimm önnur lið. Ég er fullviss um að með smá breytingum verði það hægt,“ sagði Kompany.

„Ég vil heldur ekki velja á milli þess að spila flottan fótbolta eða vinna titla. Ég vil gera bæði. Ég veit ég er að setja mikla pressu á sjálfan mig en við skulum hafa það alveg á hreinu að ég kom ekki hingað til þess að lenda í öðru sæti.“

Kompany er kominn aftur til félagsins eftir ellefu ára dvöl hjá Man. City þar sem hann varð enskur meistari fjórum sinnum meðal annars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×