Enski boltinn

Eiður Smári ekki eins neðarlega og Ryan Giggs á þessum lista

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári Gudjohnsen með þeim Frank Lampard og John Terry.
Eiður Smári Gudjohnsen með þeim Frank Lampard og John Terry. Getty/Ben Radford

Guardian leitar oft svara við mjög sértækum spurningum hvað varða sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Eiður Smári Guðjohnsen kemur við sögu í svörum við þeirri nýjustu.

Guardian skoðaði betur leikmenn sem hafa unnið ensku úrvalsdeildina frá því að hún var sett á laggirnar árið 1992. Markmiðið var að finna þá leikmenn þar sem knattspyrnulandslið þeirra var í verstri stöðu á FIFA-listanum á þeim tíma þegar titilinn vannst.

Sá sem virðist eiga þetta met er Norður-Írinn Roy Carroll en þegar hann varð enskur meistari með Manchester United árið 2003 þá var norður-írska landsliðið aðeins í 122. sæti á styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins.Ryan Giggs er aftur á móti í öðru sæti (109. sæti með Wales í 2000 titli Manchester United) og hann er einnig áberandi á topplistanum. Giggs er þannig líka í fjórða, fimmta og sjötta sæti listans enda velska landsliðið ekki að gera merkilega hluti þegar hann var upp á sitt besta.

Christopher Wreh er síðan í þriðja sæti listans en þegar hann vann titilinn með Arsenal árið 1998 var Líbería í 108. sæti á FIFA-listanum.

Fleiri menn eru síðan ekki fyrir neðan Eið Smára Guðjohnsen sem varð tvisvar ensku meistari með Chelsea. Í seinna skiptið var íslenska landsliðið í 94. sæti á FIFA-listanum en árið áður hafði Ísland verið sæti ofar á styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins.

Íslenska landsliðið var síðan komið mun ofar á FIFA-listanum á síðustu árum Eiðs Smára á landsliðsferlinum og á fyrsta lista eftir að hann kvaddi landsliðið á EM í Frakklandi sumarið 2016 þá var íslenska landsliðið 22. besta landslið heims.

Manchester United maðurinn Johnny Evans lokar síðan þessum topplista Guardian en þegar hann varð meistari með United vorið 2013 þá var norður-írska landsliðið í 89. sæti FIFA-listans. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.