Innlent

70% Íslendinga hafa miklar áhyggjur af hlýnun jarðar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Baráttan við loftslagsbreytingar mun líklega reynast mannkyninu erfið.
Baráttan við loftslagsbreytingar mun líklega reynast mannkyninu erfið. Getty/Alexandros Maragos
Rétt tæplega 70% Íslendinga segjast hafa miklar áhyggjur af hlýnun jarðar en 11% hafa litlar áhyggjur af henni. Þetta kemur fram í nýrr könnun MMR. Alls kváðust 35% hafa mjög miklar áhyggjur af hlýnun jarðar en 33% sögðu áhyggjur sínar frekar miklar.

Konur höfðu meiri áhyggjur af hlýnun jarðar heldur en karlar og kváðust 76% kvenna hafa frekar eða mjög miklar áhyggjur, samanborið við 60% karla.

Áhyggjur af hlýnun jarðar voru hvað mestar hjá yngsta og elsta aldurshópnum en 77% þeirra á aldrinum 18-29 ára kváðust hafa frekar eða mjög miklar áhyggjur og 70% þeirra 68 ára og eldri.

Nokkur munur reyndist á svörum eftir búsetu en íbúar höfuðborgarsvæðisins voru líklegri til að segjast hafa mjög miklar áhyggjur af hlýnun jarðar (40%) heldur en íbúar af landsbyggðinni (26%).

Alls kváðust 96% stuðningsfólks Samfylkingarinnar hafa miklar áhyggjur af hlýnun jarðar og 89% stuðningsfólks Vinstri grænna. Af stuðningsfólki Miðflokksins kvaðst 39% hafa miklar áhyggjur af hlýnun jarðar en 36% litlar áhyggjur.

Könnunin var framkvæmd dagana 23. til 29. maí 2019og var heildarfjöldi svarenda 932 einstaklingar, 18 ára og eldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×